Átta einkenni siðblindu
4.11.2013 | 17:52
Hér eru átta einkenni siðblindu samkvæmt Robert D. Hare, sem skrifaði bókina Without Conscience: The Disturbing World of the Pscychopaths Among Us:
- Tungulipurð/yfirborðsmennska
- Eigingirni og stórmennskuhugmyndir
- Engin eftirsjá eða sektarkennd
- Skortur á samhyggð
- Grunnar tilfinningar
- Skortur á sjálfstjórn
- Ásókn í spennu
- Ábyrgðarleysi
Og líti nú hver í eigin barm og í kringum sig. En sá siðblindi hefur að sjálfsögðu engar áhyggjur. Hann sér ekki eftir neinu.
Er yfirmaður þinn siðblindur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kemur þessi listi ekki heim og saman við þá mynd sem við flest höfum af útrásarvíkingum og stjórnendum í bankakerfinu?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 08:43
Takk fyrir að líta við, Kristján.
Rannsókn Robert Hares og kollega hans sýndi að u.þ.b. 3% þeirra sem voru á leið á toppinn í fyrirtækjum voru siðblindir samkvæmt skilgreiningu Hares. Hlutfall siðblindra meðal almennra borgara er 1%. Til samanburðar má benda á að um 15% þeirra sem eru í fangelsi eru siðblindir.
Heimild: PsychologyToday.com/Forbes
Wilhelm Emilsson, 5.11.2013 kl. 17:07
Ég rakst á svipaðan lista fyrir nokkrum mánuðum. Þá var ég mjög hissa er fyrrum yfirmaður minn steig næstum út úr greininni. Því hann uppfyllti allt og í raun var í lok greinarinnar varað við að einstaklingar sem uppfylltu allan kvótan væru það siðblindir að þeir væru hættulegir.
Daginn eftir hitti ég annan gamlan starfsmann og hún tjáði mér að umræddur einstaklingur hefði fengið fálkaorðuna, og hún átti ekki til orð hvernig þetta væri hægt. En allt passaði, stjórnleisið, eigna sér verk annara, koma eiginn misgerðum á aðra og stjórnleysi tilfininga. Auk mikið smjaður og persónutöfrar (eins og annar einstaklingur) ef viðræðandi hafði völd.
Ég er þannig í dag að ég geri frekar ráð fyrir en ekki, að í hæstu toppstöðum sé fólk með siðblindu á eitthverju stigi. Nema að þau hafi erft stöðuna. (sem er auðvitað mjög algengt á íslandi, og vanmetinn kostur) Smá grín).
Matthildur Jóhannsdóttir, 6.11.2013 kl. 09:43
Takk fyrir fróðlegt og skemmtilegt innlegg, Matthildur!
Wilhelm Emilsson, 6.11.2013 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.