Undarleg rök

Málfrelsi er semsagt ekki lýðræðinu til framdráttar. Þá vitum við það.
mbl.is „Lýðræðinu ekki til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Málfrelsi er vandmeðfarið, Wilhelm. Eitt af því sem einkennir raunverulegt málfrelsi er að sá sem málflutningur beinist að eigi kost á að svara fyrir sig.

Forsetinn hefur ekki þá getu vegna þess að hann er bundinn embætti sínu og því eiga þessar árásir ekkert skylt við málfrelsi.

Eftir að hann hefur látið af starfi, geta menn ráðist gegn honum. Þá er hann ekki lengur bundinn af sínu starfi og getur svarað fyrir sig.

Þessr árásir þeirra félaga, Össurar og Steingríms, eru að þeirri tegund að hvorugur taldi sig geta hafið þær meðan þeir gengdu ráðherraembætti, réttilega.

Því hefðu þeir verið meiri menn ef þeir hafðu beðið með þær þar til Ólafur Ragnar væri kominn í sömu stöðu og þeir, þ.e. ekki bundinn embætti. En kannski er málflutningur þeirra svo að þeir telji sig ekki vera menn til þess.

Málfrelsi sem byggist á því að ráðast gegn mönnum sem ekki hafa möguleika til andsvara, er eins og að sparka í liggjandi mann. Slík aðför er afskræming málfrelsis.

Gunnar Heiðarsson, 5.11.2013 kl. 15:33

2 identicon

Það undarlegasta hér, er að Steingrímur virðist ekki að það er forsetinn sem fer með framkvæmdavaldið. Allavega samkvæmt stjórnarskrá, og án hennar fer enginn með nein völd.

Kalli (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 15:34

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt þínum rökum, Gunnar, má ekki gagnrýna forsetann.

Wilhelm Emilsson, 5.11.2013 kl. 15:46

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessar tvær örsetningar þínar, Wilhelm, eru bara hreint engin rök.

Þótt menn unni málfrelsi, er ekki eðlilegt, hvernig þessir tveir sjálfsréttlætandi fyrrverandi ráðherrar ala illa um forsetann.

Óneitanlega hefur þá Össur og Steingrím sett ofan með þessu, til viðbótar við hneisu þeirra beggja vegna Icesave-málsins, ESB-málsins, landsdómsmálsins og 12,9% afraksturs Samfylkingar í síðustu kosningum og tímabærrar kollsteypu Steingríms Joð úr formannsstóli Vinstri grænna.

Já, nú er lag að reyna að réttlæta sig, t.d. með því að sparka í þann, sem á óhægt með að verja sig gegn lágkúrulegum atlögum, því að ekki ætlumst við til þess, að forseti landsins fari niður á sama plan og þeir!

Jón Valur Jensson, 5.11.2013 kl. 15:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... tala illa um forsetann !

Jón Valur Jensson, 5.11.2013 kl. 15:47

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur. Þú segir: „Þótt menn unni málfrelsi, er ekki eðlilegt, hvernig þessir tveir sjálfsréttlætandi fyrrverandi ráðherrar tala illa um forsetann." Það sem þú ert að segja er, „Menn hafa málfrelsi en þeir mega ekki gagnrýna." Kallarðu þetta rök?

Wilhelm Emilsson, 5.11.2013 kl. 15:52

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kalli, málið snýst um málfrelsi.

Wilhelm Emilsson, 5.11.2013 kl. 15:53

8 identicon

Man ekki betur en þetta væl í félaga Össur

hafi verið gert opinbert strax - það er að segaj fyrir löngu

Ansi þunnt ef þetta er aðal skúbbið í þessum 3 jólasveinabókum

Grímur (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 16:12

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir fyrrv. ráðherrar og flokkar þeirra stóðu að því illa verki, þvert gegn stjórnarskrá og þvert gegn lögvörðum rétti Íslands, að samþykkja Icesave-samninga, sem forsetinn og þjóðin sendu með réttu út í hafsauga. Fyrir þetta verðskuldar forsetinn ekki s.k. "gagnrýni" þessara óþurftarmanna.

Þeir Steingrímur hefðu betur haft vit á því að halda aftur af sinni tapsáru sjálfsréttlætingarviðleitni og látið vera að skella skuld á forsetann, þegar staðreyndin er sú, að EFTA-dómstólinn er búinn að staðfesta sakleysi lands og þjóðar í Icesave-málinu. En þú ert kannski ósammála dómstólnum um það eins og nokkrir aðrir Samfylkingarmenn?

Jón Valur Jensson, 5.11.2013 kl. 16:56

10 identicon

Forseti vor, stuðningsmaður útrásarvíkinga og besti vinur bankaelítunnar, er ekki hafinn yfir gagnrýni þó hann slysist til að taka eina eða tvær nærri því réttar ákvarðanir.

Ýmsir eru á því að með því að samþykkja ekki þessa ríkisábyrgð og greiðslufrest á Icesave skuldinni hafi batanum verið frestað og kreppuástandi framlengt um nokkur ár. Að snjóhengjan fræga sé að stórum hluta til verk forseta vors og að heildar skaðinn hlaupi á hundruðum milljarða á ári næstu árin.

Oddur zz (IP-tala skráð) 5.11.2013 kl. 17:37

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur, höldum okkur við efnið: málfrelsi.

Ef ég skil þinn málflutning rétt þá vilt þú nota þitt málfrelsi til að kalla lýðræðislega kosna þingmenn "óþurftarmenn" en finnst það ekki "eðlilegt" að þeir fái að tjá sig um forsetann. Þú hefur rétt á þeirri skoðun, að sjálfsögðu--en mér finnst hún ekki mjög sannfærandi. Það er allt og sumt.

Takk fyrir að líta við Oddur zz, Jón Valur, Grímur, Kalli og Gunnar.

Wilhelm Emilsson, 6.11.2013 kl. 00:42

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta er rétt hjá þér Wilhelm - þeir einu sem mótmæla eru andstæðingar esb en þar er órg æðsti prestur. þöggun er þeirra mottó

Rafn Guðmundsson, 6.11.2013 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband