Að kunna ekki að skammast sín 2
6.11.2013 | 20:46
Þessi samlíking Berlusconis við Helförina sýnir að ósmekklegheit manna af hans sauðahúsi eiga sér engin takmörk. Og það kemur auðvitað ekkert á óvart.
Börn Berlusconi eins og gyðingar í Helförinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sýnir ennþá meiri vanvirðingu að reyna að útrýma menningu gyðinga. Samkvæmt klassískum Gyðingdómi er sá sem ekki er umskorinn á áttunda degi "upprættur úr þjóð sinni". Hér er ekki átt við að hann sé óvelkominn, heldur afþví hann hefur aldrei verið vígður inn í hópinn er hann ekki hluti á honum, á sama hátt og barn sem hefur aldrei verið snýst. Nema hjá Gyðingum snýst þetta ekki um sáluhjálp. Þeir eins og Bahaiar og fleiri trúa að sáluhjálp komi trúarbrögðum sem slíkum ekki við. Gyðingdómur er því meira menning en trú. Það gerir hann ekki minna dýrmætan, fyrir mannkynið allt ekki bara þá sjálfa. Þú villt hrófla við 5000 ára hefð sem hefur minni alvarlegar afleiðingar en að gata eyru barna, af hroka og fyrirlitningu á minnihlutahópum og því að þú telur þig eiga rétt á að þurrka út menningu annarra og firra þá sem fæðast inn í aðra menningu sinni eigin menningu, eins og samkvæmt Gyðingdómi gerist sé gyðingur ekki umskorinn.
The Anti Pope (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 12:50
* á sama hátt og barn sem aldrei hefur verið skírt. Það gæti sótt hjálp til Þjóðkirkjunnar eins og aðrir, og jafnvel sagst tilheyra henni, en myndi á vissan hátt ekki vera hluti hennar. Umskurður á að gerast á áttunda degi samkvæmt Gyðinglegri hefð. Sumir velja að láta gera það seinna, en það er litið á slíkan umskurð sem sorglegan, annars flokks og eins konar uppbót fyrir alvöru umskurð, nema um trúskipting sé að ræða (mann sem ekki fæddist gyðingur) og litið svo á foreldrar þessa manns hafi unnið honum tjón og hann farið á mis við eitthvað dýrmætt.
The Anti Pope (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 12:52
Að hverju kallarðu þig Anti Pope? Ég spyr bara fyrir forvitnis sakir. Og hvers vegna kemurðu ekki fram undir nafni?
Wilhelm Emilsson, 8.11.2013 kl. 17:23
Afþví að páfagarður átti upptökin að margvíslegri kúgun og útrýmingu, sem yfirleitt byrjaði með menningarlegri útrýmingu, hér á öldum áður, á Indjánum, trúarlegum innfæddum minnihlutahópum og gyðingum. Þinn hugsunarháttur kemur beint af sama uppruna og hans, hvítra manna yfirburðakomplexar sem byrja sakleysislega með afskiptasemi af annarra manna menningu, breiðast út meðal almennings og þá er kominn jarðvegur fyrir ranga menn á röngum tíma að byrja að myrða. Þessi illa afskiptasemi hefur alltaf verið klædd í búning helgislepju umhyggjusemi fyrir öðrum. Rannsóknarrétturinn var að bjarga sálum manna og veslings saklausu börnunum þeirra, að eigin mati og almennings, á þeim tímum sem hann starfaði. Ekki halda þú hafir stökkbreyst svo mjög þú tilheyrir einhverri annarri tegund en þeir, og láttu ekki hvarfla að þér að þú sérst betri eða þróaðri maður. Mannkynið hefur ekkert breyst. Okkur er hollast að vita það og læra stærsta lærdóm sögunnar: Láttu aðra eiga sig. Einbeittu þér að að bæta sjálfan þig. Ætlar þú að ganga frammi fyrir skjöldu og banna mæðrum að gata eyru dætra sinna í ljósi þess þó nokkur stúlkubörn hafa dáið úr alnæmi undanfarin ár í heiminum? Við getum talað saman aftur þegar ég sé undirskriftalistann og nafn þitt í fjölmiðlum. Þangað til get ég ekki dæmt þig einhvern mannréttindafrömuð fyrir afskiptasemi þína, heldur dæmi hana af sömu hvötum og afskiptasemi af menningu annarra almennt, svo sem Sauda að banna opinbera tjáningu kristinnar trúar. Ég tjái mig ekki undir nafni afþví það er mitt val og minn réttur og ég vil ógjarnan kalla kynþáttahatur yfir manneskjurnar í kringum mig fyrir að dirfast að tjá mínar skoðanir. Þú getur lokað á komment frá öðrum en notendum moggabloggsins ef þú hefur eitthvað á móti slíku. Það er ekki bannað.
The Anti Pope (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.