Harpa--Húsið þitt
10.11.2013 | 01:36
Er það ekki rétt munað hjá mér að Harpa var höllin sem Björgólfur Guðmundsson ætlaði að byggja og gefa þjóðinni? Svo allt í einu átti Björgólfur enga peninga og þjóðin fékk enga gjöf. Það var engin höll.
Svo var verkið klárað fyrir peninga skattborgara. Er þetta rétt munað hjá mér? Maður er nefnilega svo fljótur að gleyma.
En ég efast ekki um að þetta var svaka partí.
Þúsund fögnuðu aldarafmælinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrirtæki Björgólfs sem var að reisa Hörpuna varð gjaldþrota. VIð það tækifæri missti Deutsche bank einhverja 16.000.000.000,- sem verður að teljast góð meðgjöf með Hörpunni. Starfsmenn og stjórnendur Deutsche bank ættu að fá cocktailparty hjá rekstraraðilum og „eigendum” Hörpunnar til að þeir geti þakkað bankanum fyrir óendurkræfau gjöfinni sem þeir gáfu í húsið án þess að ætla sér það.
Ef minni mitt svíkur ekki mikið, þá misstu fleiri bankastofnanir mikla fjármuni þarna einnig.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.11.2013 kl. 12:14
Takk kærlega fyrir hressilegt innlegg.
Björgólfi var boðið í opnunarpartí Hörpunnar, þannig að það hefði verið við hæfi að bjóða fulltrúa frá Deutsche Bank líka. Kannski var það gert. Hver veit.
Wilhelm Emilsson, 10.11.2013 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.