Gott viðtal

Þetta var ágætis viðtal. En tvær spurningar komu upp í hugann:

1. Hefði karl verið spurður um það hvort aldurinn væri hindun? Kannski? Kannski ekki?

2. Sigrún Stefánsdóttir segir:

Mér finnst Háskólinn á Akureyri vera á tímamótum. Hann er búinn að sanna sig og þar er margt gott fólk en þar hefur orðið kynjaslagsíða. Það eru margar konur í námi í HA en mun færri karlmenn. Það er mjög neikvætt ef háskólinn hættir að vera aðlaðandi fyrir bæði kynin. Á þessu þarf að taka og gera háskólann meira aðlaðandi fyrir karlmenn en hann er í dag án þess þó að konur hætti að líta á skólann sem áhugaverðan kost. . . . Það þarf að skoða námsframboð og reyna að skapa leiðir sem laða karlmenn að skólanum í meira mæli en nú er."

Kynjakvótahugsun er mjög í sókn um þessar mundir. Ég get vel skilið hvers vegna, en er það skynsamlegasta leiðin? Að mínu mati skiptir máli að bjóða upp á góða og fjölbreytta menntun og láta það svo ráðast hvort konur eða karlar verða í meirihluta.


mbl.is Leyfi mjúkum gildum að njóta sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikil hræsni að leggja svona mikla áherslu á kynjakvóta í landi þar sem lituðu fólki og fólki af öðrum menningarheimum er reglulega mismunað um að fá vinnu. Annað hvort á að leggja af lög við mismunun yfirhöfuð, eða setja á skíra og almennilega löggjöf eins og gildir í sumum fylkjum Bandaríkjanna þar sem öll mismunun við ráðningar opinberra fyrirtækja eða skóla og annarra svoleiðis stofnanna er bönnuð, hvort sem hún er á grundvelli litarháttar, stjórnmálaskoðanna, trúar, þjóðernis- eða ethnísk uppruna, fötlunar af neinum toga, aldurs eða, og alls ekkert mikilvægara en alls annars, kyns. Öll önnur mismunun af þessu tagi á Íslandi er mun algengari en mismunun á grundvelli kyns. Og Ísland hefur hvað jafnasta stöðu kynja í heiminum. Því er hræsni að veita ekki meiri athygli annarri mismunun sem á sér stað á hverjum degi, og ég þekki fjölda mörg dæmi um frá fjölda manns, og bara enn eitt dæmið um hroka meirihlutans sem vill hygla sér og sínum og láta aðra sigla sinn sjó og svellta ef á þarf að halda.

D. A. (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 06:59

2 identicon

Fyndið dæmi var fegurðarsamkeppnin og ruglið sem kom upp í kringum hana. Þar var verið að mótmæla stöðlum um hæð, þyngd og annað, sem vill svo til nánast eingöngu hvítar konur, og minnihluti þeirra, uppfyllir. Þú finnur vart konu af réttri hæð fyrir svona keppni í til að mynda Filippseyjum eða Tælandi sem dæmi, og heilu Afríkuríki hafa vaxtarlag sem samræmist ekki því sem farið er fram á í svona keppnum, sama með Eskimóa frá Alaska og fleiri. Allt í lagi, fegurðarsamkeppni skiptir kannski ekki svo miklu máli og er hvort sem er bara fíflagangur eins og Eurovision eða einhver önnur skemmtun sem litlu skiptir. En það er alvarlegra mál að byggja samfélag á þröngu sniði "réttrar hugsunar" og "réttra siða", þar sem þeir sem ekki falla inn í mótið, yfirleitt afþví þeir eru af öðrum uppruna, eru settir út af kortinu. Það er öllu alvarlegra mál og kæmist ekki upp í ríki með skírari og betri löggjöf um slíkt. Hvað eru hlutfallslega margir innflytjendur á þingi? En hvert er hlutfall þeirra meðal þjóðarinnar? Hvað eru hlutfallslega margir forstjórar og prófessorar innflytjendur? Er eðlilegt að nýjustu rannsóknir sýna börn innflytjenda ná því að ljúka framhaldsskólaprófi í mun minna mæli en aðrir? Og við erum að hafa áhyggjur afþví hvort húsfrú úr Garðabæ geti bjargað sér um að fá vinnu í samfélagi þar sem stórfelld mennignarleg mismunun og óréttlæti þrífst og fjölda manns er neitað um vinnu, húsnæði og fleira aðeins vegna uppruna sína og útlits? Og svo hafa femínistarnir mestar áhyggjur af fegurðarsamkeppni sem er saklaust tómstundagaman unglinga miðað við alvöru lífsins og áhrif mismununar á kjör fjöskyldna.

D.A. (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 07:05

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við!

Wilhelm Emilsson, 12.11.2013 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband