Endurtekningin

Þrátt fyrir að mannkynssagan sé flókin þá eru sömu gömlu trixin notuð aftur og aftur. Þeir sem mótmæla eru stimplaðir „landráðamenn" og „uppreisnarmenn". Hvernig yfirvöld og einstaklingar bregðast við gagnrýni er ein besta leiðin til að meta viðkomandi. Það kemur ekki á óvart að svar Hamas við gagnrýni sé kúgun og ofbeldi.

Það er auðvitað farsakennt að Hamas banni minningarathafnir um frægasta tákn sjálfstæðisbaráttu eigin þjóðar, Jasser Arafat. En, eins og Karl Marx sagði, "Sagan endurtekur sig, fyrst sem tragedía, siðan sem farsi." Marx hafði ekki alltaf rangt fyrir sér.

Eins og lesendur vita eru Palestínumenn klofnir í tvær fylkingar um þessar mundir, hin íslamísku Hamas samtök og samtökin sem Arafat stofnaði, Fatah.  

 

 


mbl.is Tugir handteknir og pyntaðir af Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk stjórnvöld eru ein af fáum sem hafa ekki fyrir löngu skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Hamas samtökin hafa á sinni yfirlýstu stefnuskrá að eyða Ísrael með öllu og alfarið og virða ekki tilverurétt Ísraela, ekki einu sinni til að anda að sér lofti. Þeir viðurkenna heldur ekki landa sína sem ekki hlýða þeim sem jafningja sína, heldur vilja murrka úr þeim lífið. Þess vegna stimpla Bandaríkin og ESB þá sem hryðjuverkamenn. Vissir af okkar fyrrverandi ráðamönnum hafa aftur á móti fundað með þeim, smjaðrað fyrir þeim, gefið þeim peninga og stofnað til persónulegra sambanda við þá. Það verður aldrei fyrirgefið og þeir fá enga þægilega stöðu hjá ESB í framtíðinni, hvernig sem þeir agentera fyrir því, þó við gengum þar inn, heldur eru á svörtum lista yfir vini og velgjörðarmenn hryðjuverkamanna. Þeir hafa gert sjálfan sig að fífli, ekki bara þjóðina.

* (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 19:39

2 identicon

Ég myndi samt fara varlega í að kalla Yassser Arafat eitthvað kært tákn Palesínumanna. Ég þekki nokkra sem myndu móðgast virkilega. Skoðaðu þann mann nánar og það sem þú uppgötvar er ekki fallegt. Enda undir sterkum áhrifum frá Haj Amin Al-Husseini, frænda sínum og einkavin Hitlers. Arafat kom oft í veg fyrir að varanlegur friður tækist á þessu svæði. Þar var engu nema innrætingu frænda hans um að kenna.

* (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 19:43

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við.

Þú segir:„Ég myndi samt fara varlega í að kalla Yassser Arafat eitthvað kært tákn Palesínumanna. Ég þekki nokkra sem myndu móðgast virkilega."

Það er óhjákvæmlegt að einhver móðgist þegar talað er um þessa hluti. En það er vitað að Arafat er tákn þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. Ég sagði ekkert um það hvað mér finnst um Arafat og hans aðferðir.

Wilhelm Emilsson, 13.11.2013 kl. 20:13

4 identicon

Tugir Palestínumanna handteknir og pyntaðir?!!!! Og hvar eru mótmælendurnir? Úbbs, æ, .....þetta voru víst Palestínumenn að drepa þá. Þá er auðvitað öllum sama. Uss! Sagði ekki neitt. Gleymum þessu bara. Bíðum eftir gyðingur stígi á tánna á einum og þá getum við mætt með Palestínuklútana og geislabauginn. Í millitíðinni, höldum áfram að dæla fé í Hamas. Finnst þessum dæmigerða Palestínuvini ekki hvort sem er bara gott mál þeir hafi hemil á "svikurum" sem boða ekki beina útrýmingu gyðinga?

Í.P. (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 22:19

5 identicon

Tugir Palestínumanna handteknir og pyntaðir?!!!!!

Hvar eru viðbrögðin?

Hvar eru mótmælin?

Tugir samankomnir að mótmæla? Palestínuklútar um háls, palestínufánar á lofti, rapparar mættir að syngja, Össur mættur að öskra, allir í fullu fjöri?...

En, nei.

EIN bloggfærsla.

Það var málið?

Hvert fór vináttan mikla í garð Palestínumanna?

Æ, æ, þetta snerist víst allan tíman um óvinur óvinar míns er vinur minn? Geðflækjur tengdar illa upplýstum Nýja Testamentis og Passíusálmalestri, bergmáli af kynslóðinni sem sendi gyðingana burt frá Íslandi beint í ofninn, sömu kynslóð og bannaði svörtum mönnum að gegna herþjónustu hér á landi. Niðurbældur rasismi sem brýst um í undirmeðvitundinni í bland við komplexa og minnimáttarkennd.

Samúðin í garð Palestínumanna sem slíkra, í raun og veru?

Engin. Hún var aldrei til staðar.

Hver og hvar hefur brytjað niður mest af Palestínumönnum á stystum tíma? Ríkisstjórn Sýrlands sem hefur sýstematískt útrýmt Palestínskum flóttamönnum? Og hvar er reiði landans? Hvert fór hún? Hvar eru undirskriftarlistarnir? Reiðin yfir að Sýrlandsstjórn er búin að myrða köldu blóði ÞÚSUNDIR Palestínumanna og slá öll met?

Hvergi. Hvergi nokkur staðar.

Ekki frekar en reiði Vesturlandabúans yfir fjöldamorðunum í Rwanda á sínum tíma, eða Bosníu, eða öll hin raunverulegu fjöldamorðin sem hann lætur afskiptalaus.

Langtumbetra hlutskipti Palestínumanna en þessara, þó hræðilegt sé, snertir hann svo mjög út af hverju?

Palestínumönnunum?

Ó, nei.

Ekki frekar en þegar Eþíópíumenn stráfalla úr hungri. Hver er aftur eina vestræna ríkisstjórnin sem hefur boðið íbúum Eþíópíu skjól og lifibrauð og hjálp að hafa sig á fætur og deyja ekki úr hungri, vegabréf, ríkisborgararétt og svo framvegis? Jú, einmitt, Ísrael.

Þannig að hver er rasistinn eftir allt saman? Hvenær ætla Íslendingar að flytja inn Eþíópíumenn? Hvenær ætla Íslendingar að mótmæla glæpum Norður Kóreu? Hvenær á að mótmæla Tíbet? Hvað eru aftur margir í vinafélagi Tíbets? Um 100 hræður? Hvað hittast þær oft? Á margra ára fresti?

En ef þú átt óvin sem allir hata, þá elska allir þig.

Palestínumenn eru lánsamir að vera nábúar Ísraels. Annars myndi Vesturlandabúum standa 100% á sama um þá, eins og þeir hafa sýnt í verki þeim gerir um þriðja heiminn almennt, sem þeir sjá til lítils nýtan nema sem þræla fyrir sig, til að búa til ódýran fatnað og vöru af ýmsu tagi, deyja við að kafa eftir málmum að nota í gemsana þeirra og hrynja niður úr álagi fyrir aldurfram við að búa til bolina og buxurnar sem 99% Íslendinga kaupa sér í Kringlunni. Ó, hvað tilfinningar Vesturlandabúans rista djúpt og hve samúð hans er mikil og víðfem.

Viktor (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 08:34

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Í.P. og Viktor.

Wilhelm Emilsson, 14.11.2013 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband