Lilli api

Lilli api er aðalhetjan í Brúðubílnum, sem er enn on the road. Lilli er búinn að vera í bransanum í yfir 30 ár. Oft hefur hann verið orðinn svolítið sjúskaður og stjórnandi Brúðubílsins er búin að gefa honum margar andlitslyftingar, að eigin sögn.

Eins og kemur fram á vefsíðu Brúðubílsins þá er Lilli lítill appelsínugulur api sem saug snuðið sitt í mörg ár. „Hann veit eiginlega ekkert og kann lítið svo krakkarnir verða oft að hjálpa Lilla. Hann kann t.d. ekki að telja, þekkir ekki litina eða stafina, ekki einu sinni sinn eigin staf L-ið." Og svo líkur lýsingunni með einni af minni uppáhalds setningum: „Lilli er alltaf 5 ára."

Það er eitthvað mjög þjóðlegt við Lilla apa. Mér finnst að einhverjir, helst þverpólítísk teymi, ættu að skrifa þríleik um Lilla apa. Hér eru hugmyndir að titlum:

Lilli api í útrás

Lilli api og bankahrunið

Lilli api snýr aftur 


Lilli api


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband