Ísrael og Bandaríkin
25.11.2013 | 07:04
Utanríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, sem The Jewish Daily Forward kallar öfga þjóðernissinna", sagði nýlega að tengsl Ísraels við Bandaríkin væru að minnka og gaf til kynna að Ísrael ætti að leita sér að nýjum bandamönnum.
En forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, sagði að enginn kæmi í staðinn fyrir Bandaríkjamenn. The Jewish Daily Forward kallar ummæli utanríkisráðherrans klúður. Það er því ólíklegt að skilnaður sé í aðsigi milli Ísraels og Bandaríkjanna. Þetta eru meira eins og hjónaerjur í traustu sambandi.
Obama boðar Netanyahu á sinn fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að þetta blað sé að kalla utanríkisráðherran þjóðernissinna er jafn alvarlegt og réttmætt og þegar Samfylkingarkallarnir hérna heima kalla Sigmund Davíð það. Ísraelar elska rifrildi og átök. Og eiga það til að uppnefna hvern annan þó trú þeirra banni að vega að æru annars manns. En skoðanaskipti eru gyðingleg hefð. Og ýkjur afþví tagi að kalla einhvern þjóðernissinna líka, enda er það eitt ljótasta blótsyrðið sem þú getur kallað neinn meðal þeirra flestra, svona fyrst þú mátt ekki blóta. Á meðan önnur trúarbrögð ganga út á að vera sammála og fara með trúarjátningar mæla gyðingar með því að þú rífist stundum við Guð. Fá önnur trúarbrögð mæla beinlínis með rifrildum við almættið. Og trúarbækur þeirra tíunda rifrildi ýmis konar rabbía sem aldrei voru sammála hver öðrum. Yfirleitt er þér ekkert sagt hvaða rabbía þú átt að vera sammála heldur. Þú ert að lesa þetta til að læra að rífast á ákveðinn hátt, svo svipað og ef þú lest rit Platóns og rökræðurnar í þeim. Trúarjátningin er örfá ofureinföld atriði með nær engu dogma, og svo siðaboð sem flest snúast á einhvern hátt um æru annarra. En þú þarft að kunna að rífast, annars halda þeir þú sérst vangefinn. Og ef þú ert alltaf sammála þér sjálfum halda þeir þú sérst ekki sérlega vel gefinn heldur. "Tveir gyðingar - þrjár skoðanir" segir máltækið. Engin þjóð er þrætugjarnari en þeir, á góðan hátt, og það heldur heilanum á lífi. En Íslendingar komast þarna nálægt og Grikkir. En flestar "siðmenntaðri" þjóðir, Evrópskar te- og mineral vatnsdrykkju þjóðir, forðast að hafa of miklar skoðanir á hlutunum. Sumar þjóðir, eins og Svíar, leggja sig í lima við að hafa engar skoðanir, á sem allra flestu. Ef þú skoðar sögu Bandaríkjanna, hvaðan þeir koma, hverjir þeir eru, og hvaða fólk þetta var sem var að flytja þangað og hvers vegna, þá sérðu að þeir munu aldrei getað yfirgefið Ísrael af djúpstæðum sálfræðilegum ástæðum. Bandaríkin virðast í fljótu allra þjóða kvikindi sem eigi lítið sameiginlegt. En ef þú ferð að skoða hvað sameinaði þessa ólíku hópa sem komu þangað þegar fyrstu innflytjendabylgjurnar skullu á, hvort sem þeir komu frá Þýskalandi eða Englandi eða hvaðan sem er, þá ferðu að skilja þetta smám saman. Áhyggjur Benjamíns eru því algjörlega óþarfar. Það eina sem rifrildissamur hávaðasamur leiðindagaur gerir með því að slá um sig með að dissa stóru karlanna, maður á borð við Sigmund Davíð sem kallaði helstu alþjóðaeftirlitsstofnanir heimsins "einhverjar skammstafanir" og álíka mikill þjóðernissinni og hann, er að skemmta ákveðinni gerð Bandaríkjamanna. Sem finnst svona lagað skemmtilegt og kunna að meta það. En það væri ekki þannig ef hótanirnar kæmu frá Evrópu. Þá myndi engum vera skemmt.
PTP (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 00:54
Takk fyrir að líta við, PTP.
Wilhelm Emilsson, 27.11.2013 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.