Samstaða

bessastadir-20261Orð eru ágæt, en maður sýnir samstöðu með verkum sínum. Forsetinn og forsetafrúin gætu til dæmis sýnt samstöðu í verki með því að vera skráð á sama lögheimili. Það væri ágætis byrjun. Með því að borga skatta á landinu þar sem hún er forsetafrú myndi forsetafrúin hjálpa til að binda endi á fátæktina sem veldur forsetanum svo miklu hugarangri.
mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún eignaðist ekki peningana sína hér á landi. Fyrirtæki hennar eru ekki skráð hér á landi. Ef þau væru það, færu þau á hausinn, því þau eru mest í fasteignum á breskri grundu, og það væri einfaldlega ekki löglegt að halda þeim rekstri áfram og borga ekki skatta til Bretlands. Það væri líka bara óeðlilegt og skrýtið að hún flytti þann skatt hingað, hafandi haft allar sínar tekjur þaðan, og ekki krónu héðan. Hún græðir ekkert á því að vera forsætisráðherrafrú, annað en þurfa að búa við lakari kjör en hún myndi gera í London (fórnfýsi fyrir ástina?) Dorrit hefur tvennt að velja um. Halda áfram sínum farsæla rekstri í Bretlandi eða verða gamaldags atvinnulaus forsetaFRÚ , sem væri stórt skref aftur á bak fyrir athafnakonu. Fátækt er langtum meiri í hennar heimalandi. Dorrit er ekki vandamálið, heldur fáránlegar, úreltar hugmyndir um að eðlilegt sé á að hjón hafi endilega tekjur sínar í sama landi, sem eru eina ástæða þess fjöldi illa stæðra Íslendinga á sitt lögheimili og borgar sinn skatt í Noregi, og endar oft alfarinn þangað og hinn makinn atvinnulaus. Blöndun, fjölþjóðleiki, flókið lífsmynstur, fjarbúð, þetta er að aukast og aukast og kerfi sem aðlagast því ekki mun hrynja og lönd sem gera það ekki tæmast af öllu sínu besta fólki eins og er þegar að gerast.

Norway (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 08:42

2 identicon

Núverandi löggjöf er líka ástæða fjölda falskra "skilnaða", þar sem hjónin skilja einvörðungu svo annar makinn geti haft tekjur sínar úti, en hafa ekki skilið á nokkurn hátt nema á pappír. Slík dæmi skipta í dag mörgum hundruðum á Íslandi í dag. Og erum við þá ekki að tala um stórefnafólk. Úrelt löggjöf grefur undan öllum gömlum góðum siðum og stofnunum, þeirri smæstu; hjónabandinu, sem og  þeim stærstu, ríkinu sjálfu, sem mun hrynja alveg fjárhagslega ef það fer ekki að aðlaga sig að alþjóðlegra samfélagi, eins og fjöldamargar þjóðir allt í kringum okkur hafa þegar gert. Ég þekki fjölda útlendinga sem búa annars staðar og hafa tekjur í sitt hvoru landi, og þykir það öllum almenningi annars staðar allt í lagi og sjálfsagt mál, enda hefur hann tamið sér heimsborgaralegri og víðsýnni hugsunarhátt. Kjör bresks almennings eru ekki minna mikilvæg en íslensks til að mynda, og ríkiskassinn þar ekki minna mikilvægur nokkrum vönduðum manni. Noregur er sams konar dæmi og stendur okkur enn nær. Við stöndum í þakkarskuld við margar okkar nágrannaþjóðir fyrir að mennta fólk og veita því störf og taka opnum örmum, og ættum að hætta í nánasarhætti að viðhafa svona úrelta og einangrandi löggjöf.

Norway (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 08:47

3 identicon

Dorrit er ekki heldur "drottningin" eða eitthvað slíkt og dæmist ekki sem slík. Þetta er ekki konungsríki. Hún er frjáls alþýðukona sem kaus að giftast manni sem vildi svo til var í þessu starfi. Samkvæmt íslenskri löggjöf fylgir því enginn lögverndaður starfstitill eða skyldur sem slíkar. Starf Ólafs er borgaraleg þjónusta við almenning, rétt eins og til að mynda starf kennara, og maki hans á bara að styðja hann í því eins og maki kennara, en það þýðir ekki að grunnskólinn hafi einhverjar sérstakar kröfur á hann. Dorrit býr hér, það er alltof sumt. Hún hefur líka sýnt hlýhug og lyft landanum upp oft, en henni bar aldrei sérstök skylda til þess. Hún er ekki konungborin og hefur ekki slíkar "skyldur".

Norway (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 08:49

4 identicon

Nú vill svo til ég veit að Dorrit hefur auk þess að sýna gott fordæmi eins og að borða jólamatinn hjá Hjálpræðishernum, lagt til miklar og stórar fjárhæðir til að hjálpa fjöldamörgum Íslendingum sem þurftu á því að halda, samtökum og málefnum. Ástæðan fyrir því það fer ekki hátt er að þetta er fín, bresk stúlka, alin upp í að umgangast fyrirfólk, og að sama skapi nokkuð íhaldsöm, og alin upp í þeim góða sið, sem er reyndar trúarleg skylda í Biblíunni okkar sem gamla fólkið tók mark á, að góðverk eigi ekki að fara hátt, maður eigi ekki að sýnast með þau og helst ekki að láta þau spyrjast út, því það sé rangt og ljótt. Gildir sú regla enn víðast hvar um heim meðal betra fólks af öllum uppruna, en er eitthvað að gleymast hér á Íslandi. Íslendingar ættu að líta í eigin barm og fara að hegða sér eins og menn. Það er alls ekki nóg að "borga sinn skatt", sem fer mest í gæluverkefni stjórnvalda. Ef menn láta ekkert rakna úr eigin vasa og eigin tíma eru þeir ekki að leggja samfélaginu lið. Nær enginn Íslendingur tekur virkan þátt í góðgerðarstarfsemi, samanborið við að 50% Bandaríkjamanna gera það mjög reglulega og verja til þess miklum tíma og starfskröftum stórshluta æfi sinnar. "Góðverk" sem maður er þvingaður til lögum samkvæmt að fremja eins og að borga skatta, getur verið þarft í samfélagi ófullkominna og eigingjarnra manna, til að halda því samt gangandi, en það getur aldrei verið "dyggð" eða neinum til hróss, því hann átti um það ekkert val.

Norway (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 08:57

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innleggin, Norway.

Wilhelm Emilsson, 2.1.2014 kl. 19:38

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Stór spurning er afhverju Dorrit á að fá skræaningu lögheimilis síns á öðrum stað en eiginmaður sinn einsog lögskylt er og allir aðrir á landinu gera enda fá þeir ekki leyfi til annars?

Sumir segjs sð svarið við því sé að sum dýr eru jafnari en önnur eins og Orwell orðaði það svo vel ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2014 kl. 06:33

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, predikari. Eins og þú og fleiri þá veit ég ekki betur en að það sé í lögum að hjón þurfi að eiga sama lögheimili. Er hægt að fá undanþágu frá þessum lögum? Hvað segir lögfrótt fólk um þetta?

Hvort það er gamaldags að hjón eigi að eiga sama lögheimili, er svo allt annað mál. Á meðan lögin eru eins og þau eru hljóta allir að vera jafnréttháir fyrir lögunum. Er það ekki sjálfgefið?

Wilhelm Emilsson, 4.1.2014 kl. 23:52

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir sömuleiðis Wilhelm að vekja athygli á þessum subbuskap.

Lagaákvæði um hvar hjón skulu eiga lögheimili eru langt því frá flókin. Hjón skulu eiga sama lögheimili er reglan. Síðan eru til einhverjar hús/vinnureglur Þjóðskrár sem virðast ekki í fljótu bragði styðjast við lög. Ekki finnst reglugerð um þetta í fljótu bragði.

Lög um lögheimili

1990 nr. 21 5. maí

1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.

 Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.

 Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu. [Sama gildir um húsnæði í skipulagðri frístundabyggð [og á skipulögðu iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði og öðru svæði innan þéttbýlis sem skipulagt er fyrir atvinnustarfsemi nema búseta sé þar heimil samkvæmt lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum].1)]2)

7. gr. Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skv. 1. gr. skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður [Þjóðskrá Íslands]1) það. …2)

 Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.

 [[Tveir einstaklingar]3) sem eru samvistum og uppfylla, eftir því sem við á, skilyrði II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993, geta fengið sambúð sína skráða í þjóðskrá. …3) Fólk í skráðri sambúð á sama lögheimili og skal upphaf hennar miðað við þann dag er beiðni er lögð fram.]2)

[Ákvæði til bráðabirgða. Síðari málsliður 3. mgr. 1. gr. laganna raskar ekki skráningu lögheimilis í húsnæði í skipulagðri frístundabyggð sem færð hefur verið í þjóðskrá fyrir 1. janúar 2007 en ef viðkomandi einstaklingur eða fjölskylda hans flytur úr húsnæðinu fellur réttur til skráningar lögheimilis þar niður. Með fjölskyldu er átt við hjón, fólk í staðfestri samvist eða skráðri sambúð og ólögráða börn þeirra.]1)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2014 kl. 00:26

9 identicon

Það er rosalega fyndið þegar menn fagna eigin ófrelsi, eins og dýr í dýragörðum, firrt sínu eðli og frelsistilfinningu. Maðurinn á ekki að lifa í búri. Hömlur Þjóðríkisins verða að hverfa og aðlagast nýjum tímum og menn þurfa að hafa raunverulegt frelsi á fleiri sviðum. Sá sem ekki ræður hvar hann býr eða með hverjum, eða í fjarbúð, vitið þið hvað? Hann er ekkert frjálsari en fangi. Og sá sem hrósar slíkum lögum, hann veit ekki hvað frelsi er. Afþví hann veit ekki hvað frelsi er skilur hann ekki hvað það er að vera maður. Hann er búinn að gleyma hver hann er. Lög eiga að vera til að hindra þú getir gert náunganum illt. Ekki að hindra þú getir verið með þeim sem þú villt, þar sem þú villt, eða ekki. Maðurinn hefur ákveðinn Náttúrurétt, og stjórnvöld í heiminum verða að fara að virða hann eða Náttúran og þeir sem eru í samhljóm við hana, munu grípa í taumana og stöðva firringuna og fasismann með sárari hætti en ef stjórnvöld hefðu verið samvinnufús og almenningur losnað undan heilaþvottinum og minnt þau á skyldu sína að vernda náttúrurétt mannsins.

V for Vendetta (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 02:09

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, predikari.

Lögin eru skýr eins og þú bendir á: „7 gr. Hjón eiga sama lögheimili."

Gaman væri að vita hverjar vinnureglurnar eru, sem þú minntist á. Ég hef heyrt um þær líka, en ég veit ekki hverjar þær eru nákvæmlega. En það er ljóst að lögin hljóta að hafa meira vægi en vinnureglur. Vinnureglur verða líka að vera í samræmi við lögin.

V, þú ert mikill frelsisunnandi og það er hið besta mál, en málið snýst um núverandi lög og forsetann og forsetafrúna.

Það sem er fyndið að mínu mati er að „Náttúran og þeir sem eru í samhljóm við hafa, munu grípa í taumana . . . með sárari hætti en ef stjórnvöld hefðu verið samvinnufús," eins og þú tekur til orða.

Hver veit hvað náttúran vill? Hver skilgreinir það og hverjar skyldur okkar eru gagnvart henni? Hver gefur þeim aðilum sem telja sig tala í nafni náttúrunnar þann rétt að grípa í taumana í lýðræðisríki? Og þeir ætla að stöðva firringuna, fasismann og heilaþvottinn með valdi væntanlega (“með sárari hætti"). Hver gefur þeim þann rétt?

Ef þér er sama þá kýs ég lýðræði frekar en þann fasíska anarkisma sem þú ert að gæla við. Lestu V for Vendetta eftir Alan Moore. V er ekki endilega góði kallinn :)

Wilhelm Emilsson, 5.1.2014 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband