Framboð og eftirspurn

 

woman readingAð hverju er munur á bókaverði álitið vandamál? Verð á bókum er eitthvað sem markaðurinn er einfær um að ákvarða. Ef stórmarkaðir geta boðið lægra verð en bókabúðir þá verða bóksalar að bregðast við því, eða sætta sig við minni gróða. 
mbl.is Sala á bókum enn umdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara eitt vandamál í þessu fyrir okkur sem höfum gaman af að lesa bækur. Stórmarkaðirnir selja bara þær bækur sem best seljast og ættu þess vegna að gefa mestan hagnað fyrir alla bóksala. Ef margar bókabúðir hætta rekstri vegna minnkandi sölu dregur bæði úr fjölbreytni og þjónustu í kjölfarið.

Dagný (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 11:52

2 identicon

Þjónustan í stórmörkuðum er fyrir neðan allar hellur. Ég hef gert mér að leik að spyrja starfsfólk Bónus um álit þeirra á hinum og þessum bókum.  Ég geri þetta vegna þess að mér finnst að sá sem selur vöru á að þekkja hana til hlítar.  Í öllum tilvikum kem ég að tómum kofum og staurblönkum andlitum.  Þetta ágætis fólk sem vinnur þarna veit akkúrat ekki neitt um bækur. 

Hilmar (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 12:59

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Dagný og Hilmar, fyrir athugasemdirnar.

Hilmar, stórmarkaðir bjóða oftast upp á minni þjónustu en sérverslanir. Þeir sem vilja meiri og betri þjónustu sækja í sérverslanir og eru reiðubúnir að borga meira fyrir vöru og þjónustu. Stórmarkaðir og sérverslanir bregðast við mismunandi eftirspurn.

Dagný, það er alls ekki sjálfgefið að bókabúðir hætti rekstri vegna þess að bækur fást í stórmörkuðum. Það að stórmarkaðir geta boðið lægra verð en bókabúðir sýnir að verð á bókum var of hátt.

Wilhelm Emilsson, 5.1.2014 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband