Framfylgd á lögum

Hlýtur ekki fyrsta skrefið að vera að yfirvöld framfylgi lögum og stöðvi að iðnaðarhúsnæði sé leigt út sem íbúðarhúsnæði? Það hefur augljóslega ekki verið gert og þess erum við komin með neðanjarðarhagkerfi, þar sem eigendur húsnæðisins hagnast ólöglega á fátækt og neyð samborgara sinna. Er þetta það sem við viljum?
mbl.is Lítið pláss fyrir sjálfsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

heldur þú ekki að það sé frekar þörf á að fólk geti lifað mannsæmandi lífi í mannsæmandi húsnæði áður en farið er að henda fólki á götuna bara, af því að húsnæðið er ólöglegt sem íbúðarhúsnæði?

Kanski þú viljir bara gera vandamál úr þessu með því að setja alla á götuna?

Ólafur Björn Ólafsson, 17.1.2014 kl. 21:31

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Ólafur.

Þetta er nú þegar vandamál, eins og greinin sýnir. Ég er að stinga upp á lausn.

Er iðnaðarhúsnæði „mannsæmandi húsnæði"? Lagalega séð er ekki svo. Ertu að stinga upp á því að viðhalda þessu neðanjarðarkerfi sem notfærir sér fátækt og neyð fólks. Ég vona ekki.

Fyrsta skrefið, að mínu mati, er að yfirvöld framfylgi lögum og sjái til þess að fólk fylgi lögum og leigi ekki út iðnaðarhúsnæði sem íbúðarhúsnæði. Ef lögum er framfylgt og rekstur stöðvaður er manneskjulegast að fólki sé gefinn skikkanlegur frestur til að finna sér nýtt húsnæði og ef það þar á því að halda að það sé aðstoðað við það að finna sér húsnæði, annað hvort á frjálsum markaði eða í félagslega kerfinu.

Wilhelm Emilsson, 17.1.2014 kl. 22:26

3 Smámynd: Landfari

Wilhelm, fyrst þarf að vera til húsnæði á viðráðanlegu verði sem þetta fólk gæti leitað í. Ef þessu er lokað þá hefur það í fá hús að venda. Kannki ættingja sumir og aðrir götuna.

Fyrsta skrefið getur aldrei verið að loka augunum fyrri vandamálinu eins og felst í þeirri lausn þinni að byrja á að loka þessu húsnæði.

Landfari, 18.1.2014 kl. 01:14

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, landfari:

Já, ég er greinilega Vondi kallinn í þessu máli :)

Wilhelm Emilsson, 18.1.2014 kl. 21:44

5 Smámynd: Landfari

Það er nokkuð augljóst ef þú vilt reka þetta fólk út á götu án þess að hafa lausn á vandamálinu.

Landfari, 19.1.2014 kl. 23:40

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef þeir finnst það í alvöru, Landfari, þá mátt þú alveg hafa þá skoðun. Hvers vegna ertu að verja ólöglega starfsemi sem nýtir sér neyð og fátækt samborgara þinna? Hefurðu einhverra hagsmuna að gæta hér?

Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 00:07

7 Smámynd: Landfari

Þú ert ekki að stinga uppá neinni lausn heldur auka vandann hjá þessu fólki til mikilla muna með því að henda því út á götu.

Þú gefur þér að allt húsnæði sem ekki er löglegt íbúðarhúsnæði en leigt til búsetu sé leigt svart í neðanjaraðhagkerfi án þess að afa nokkuð fyrir þér í því. Ef þú heldur að það sé eitthvert samasem merki á milli löglegs íbúðarhúsnæðis og að leigan sé uppgefin annars vegar og ólöglegs íbúðarhúnæðis og svartrar leigu hinsvegar þá er það bara mikill misskilningur og þú þarft ekki að leita lengi fyrir þér á leigumarkaðnum til að komast að því.

Þú gætir líka komist að því að það er heldur ekki alltaf samasem merki milli löglegs húnæðis og vistlegs húsnæðis og öfugt. Það er heldur ekki sjálfgefið að íbúðarhúsnæði í iðnaðarhúsnæði sé ólöglegt sem slíkt.

Ég gæti eins spurt þig á móti: Hefur þú einhverra hagsmuna að gæta að þetta fólk sé á götunni? Tillögur þínar ganga allavega ekki út á að leysa vanda þess, heldur þvert á móti.

Að halda því fram að ég sé að verja ólöglega starfsemi sem nýtir sér neyð og fátækt samborgarann af því ég sái það ekkki sem lausn á þeirra vanda að henda þeim út á götu eins og þú vilt er svo kostuleg afbökun á málinu að það hálfa væri nóg. Þú augljóslega sérð ekki hvert vandamálið er.

Auðvitað eru mýmörg dæmi um svarta leigu í svona húsnæði en það er það líka í skráðu íbúðarhúsnæði. Það væri sennilega einfaldasta málið til lausnar ef gengið væri í það að fá þetta uppgefið með aukun eftirliti hjá skattinum.

Það hinsvegar leysir ekki vanda fólksins sem býr þarna nema síður sé. Búseta fólks í óvistlegu og stundum óíbúðarhæfu húsnæði er afleiðing en ekki orsök á vanda fólks. Afleiðing sem svo getur leitt af sér enn frekari vandamál en það eru ekki vandamál sem leysast við að því sé hent út á götu.

Landfari, 28.1.2014 kl. 02:15

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Landfari, málið er einfalt. Það er ólöglegt að leigja út iðnaðarhúsnæði sem íbúðarhúsnæði. Þú segir að það sé í lagi að brjóta lögin. Ég vil að lögum sé framfylgt.

Þú svarar ekki spurningu minni. Hefur þú einhverra hagsmuna að gæta hér?

Wilhelm Emilsson, 28.1.2014 kl. 04:03

9 Smámynd: Landfari

Wilhlem minn. Kynntu þér nú aðeins málið áður en þú kemur með svona fullyðingar svo þú sért marktækur og svara verður.

Landfari, 28.1.2014 kl. 22:02

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Viltu semsagt ekki að lög séu brotin. Ef svo er þá hef ég misskilið þig. Lái mér hver sem vill fyrir það.

Wilhelm Emilsson, 28.1.2014 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband