Guli skugginn snýr aftur

Bob MoranÍ greininni stendur: „Ég spurði Andra Snæ hvaða bækur hefðu helst verið í boði þegar hann var á þeirra aldri og hann nefndi að á þeim tíma hefðu það aðallega verið einhverjar hallærislegar, rómantískar unglingabækur sem enginn samsamaði sig við." Las Andri Snær þá ekki neitt þegar hann var unglingur? Auðvitað var fullt af bókum í boði þegar hann var unglingur. Ég er átta árum eldri en hann og það var nóg að lesa: Bob Moran, Tinna bækurnar Alister MacLean, Sjáðu sæta naflann minn und so weiter. Ah, those were the days! En hvað varð um Eðvarð Ingólfsson?
mbl.is Efla áhuga drengja á bókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alistair MacLean, uppáhald allra 12-30 ára, way back in the day. Sérstaklega það sem Andrés þýddi. Það var stundum hámark súrrealismans.

Það voru ekki "unglingabækur," þannig, samt lásu unglingar þetta.

Ég skil ekki af hverju enginn er búinn að gera kvikmynd um Bob Moran. Kannski er það rasisminn?

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2014 kl. 23:38

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, Ásgrímur, sumar af þessum bókum sem krakkar voru að lesa voru hvorki barna- né unglingabækur, og það var svo spennandi.

Maður fattaði nú ekki fyrr en síðar sumar „staðalhugmyndirnar" í Bob Moran bókunum, t.d. var Skotinn Bill alltaf í glasi og eftirnafnið var nafn á viskíi, Ballantine. Og Guli skugginn og dakóítarnir voru rosalega vondir. Að gefa þetta út í dag myndi sennilega enda með stóru mannréttindadómsstólsmáli :)

Wilhelm Emilsson, 18.1.2014 kl. 00:25

3 identicon

Ekki gleyma Sven Hazel.

Snilldarbækur sem frá honum komu. Þó deila megi um sannleiksgildið þá voru þær stórskemmtilegar aflestrar. Rússíbanaferðin sem lesandinn fór í var oft á tíðum allt að því öfgafull. Allt frá því að tárast af hlátri yfir í það að gráta yfir öllum hryllingi stríðsins. 

Sumarliði (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 08:18

4 identicon

Hvað með Morgan Kane? Ekki beinlínis hámenningarbækur en léttmeltar og fínar hasarbækur, góð leið til að venja sig á að lesa.

Gulli (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 09:04

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sumarliði, ég var með bloggfærslu fyrir stuttu um Sven Hazel :) Maður gleymir honum ekki svo auðveldlega :)

Wilhelm Emilsson, 18.1.2014 kl. 21:46

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Gulli. Morgan Kane! Yesss! Það er kominn tími til að endurútgefa settið. Hver kannast ekki við þetta:

„Persónulegir eiginleikar: Mundar byssu á 3/5 sek. Veikur fyrir konum og fjárhættuspili. Taugaveiklaður og einrænn. Ýmislegt bendir til geðveilu."

Ég meina hver fílar þetta ekki? ;)

Wilhelm Emilsson, 18.1.2014 kl. 21:58

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Guli skugginn var náttúrlega bara eftirlýking af Fu Manchu - með *meiri* vísindaskáldsagnayfirbragði.

Morgan Kane... það besta við þær bækur var hve vel hann fór með sögulegar staðreyndir. Það er betra stöff en fólk heldur.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.1.2014 kl. 17:51

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, Ásgrímur, "The Insidious Dr. Fu Manchu" úr bókum Sax Rohmers er forfaðir Gula skuggans og sennilega Doctors No í James Bond líka.

Morgan Kane er sannarlega betra stöff en fólk heldur.

Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband