Hundar og borgarar
25.1.2014 | 23:04
Það væri gaman að sjá hvað kæmi útúr því ef kosið væri um hvort leyfa eigi hunda í borgum. Þegar Davíð var borgarstjóri var kosið um þetta og hundahald bannað í kjölfarið.
Nota ljósastaura eins og Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eru hunda eitthvað að pirra þig?
Rafn Guðmundsson, 26.1.2014 kl. 00:38
Það var einnig kosið um þetta í Kópavogi einhvern tímann um eða fyrir 1980 og niðurstaðan að íbúarnir vildu ekki leyfa hundahald.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 01:37
Er lýðræðið eitthvað að pirra þig, Rafn?
Áhugavert, predikari. En er ekki hundahald leyft í Kópavogi núna?
Wilhelm Emilsson, 26.1.2014 kl. 02:06
Jú, dr. Gunnar lét það ekki trufla sig að kosið hafi verið um þetta,enda hundaeigandi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2014 kl. 02:11
Sæll aftur, predikari.
Ég fann heimild á netinu um þessa kosningu í Þjóðviljanum, 25. maí, 1982. Ekki lýgur ÞJóðviljinn--ha ha. Kosið var í Hafnarfirði og Kópavogi og hundahald fellt á báðum stöðum.
Í alvöru, ignoreraði Gunnar þetta alveg? Ég játa fúslega að ér er mjög illa að mér í bæjarmálum Kópavogs. En ég man eftir sögu um Guðrúnu Á. Símonar. Hún var í húsnæðishraki og sagðist vilja búa hvar sem er, bara ekki í Kópavogi. „Kópavogur of all places", sagði dívan.
Wilhelm Emilsson, 26.1.2014 kl. 04:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.