PETA

Morrissey

„Ég borða ekki vini mína," sagði grænmetisætan Morrissey og það var nokkuð töff. En það getur verið erfitt að þóknast PETA. Hér er dæmi um málflutning á vefsíðu samtakanna: „Ef þú ert á móti ofbeldi--þar með talið nauðgunum--þá áttu ekki að drekka mjólk. Punktur."

Heimild: http://www.peta2.com/blog/whats-wrong-with-drinking-milk/ 


mbl.is PETA ósátt við hreindýraát á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

PETA er mesta vitleysa í heimi. Jafnvel meiri en Greenpeace og sköpunarkenningin sett til samans. Þessi Charlotte Church nýtur ákveðinna forréttinda. Ég myndi borga fyrir að komast í ónáð hjá þeim!

Þessi rök hjá PETA eru líka svo frábær. Við ættum ekki að borða hreindýr því þau eru svo falleg! Skítt með ljótu dýrin - hökkum þau bara í spað og kreistum þau í pylsumauk.

Jón Flón (IP-tala skráð) 28.1.2014 kl. 08:49

2 Smámynd: corvus corax

Ótrúlega heimskt lið og falskt. Allt gengur þetta hyski svo um í leðurskóm, með leðurbelti og töskur. Kannski eitthvað af því unnið úr skinni af fallegum dýrum?

corvus corax, 28.1.2014 kl. 10:11

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Síðan myrðir þetta lið plöntur án þess að hugsa nokkurn skapaðan hlut út í það, þetta er ekkert annað en hræsni, ég vil meina það að við eigum ekki að borða grænmeti, við eigum að njóta þess að horfa á það úti í náttúrunni!!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.1.2014 kl. 10:26

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Jón Flón, corvus corax og Halldór Björgvin. Já, Halldór Björgvin, hvers eiga gulrætur að gjalda? :) En bara að það komi fram, þá finnst mér margt ágætt hjá PETA en sumt eru öfgar. Enginn er fullkominn!

Wilhelm Emilsson, 28.1.2014 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband