Fórnarlömb og ábyrgð

Russell Brand er skemmtilegur gaur, en það veldur pínku vonbrigðum að hann skuli taka þátt í fórnarlambsvæðingunni sem er svo vinsæl um þessar mundir. Örlög Hoffmans eru sorgleg, en það er að leita langt yfir skammt að kenna stjórnvöldum um dauða hans. Þegar fólk tekur heróín er það að leika sér með líf sitt. Er einhver sem veit það ekki eftir öll þessi ár? Russell Brand var sjálfur heróinneytandi og hefur sagt að það hafi verið vegna þess að hann gat ekki höndlað lífið og að það hafi verið persónulegt vandamál, sem er miklu nær lagi en að kenna öðrum um.

Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að endurskoða fíkniefnalöggjöf.


mbl.is Hoffman fórnarlamb fíkniefnabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ert eiginlega kominn í mótsögn við sjálfan þig í þessum stutta pistli - það er nokkuð afrek í ekki fleiri línum.

Stríðið gegn fíkniefnum hefur kostað USA um 1,3 trilljónir dollara frá 1971 og frá þeim tíma og til dagsins í dag hafa tugir milljónir manna verið dæmdar í fangelsi. Þá er ótalinn allur sá mikli fjöldi sem myrtur hefur verið vegna þessa banns. Í Mexíkó og Venesúla hafa tugir þúsunda manna verið myrtar undan farin 5 ár eða svo vegna þessa banns.

Hverju hefur svo þetta bann skilað? Engu nema vaxandi kostnaði og miklum fjölda fórnarlamba. Vandinn er engu minni en hann hefur verið og ekkert bendir til þess að við séum að vinna þetta svokallaða stríð. Að banna fíkniefni veldur því einu að verðið hækkar með tilheyrandi afleiðingum fyrir notendur.

Svo er auðvitað önnur hlið á þessu: Aðila A kemur ekkert við hvað aðili B gerir á meðan aðili B skaðar ekki aðra einstaklinga né stelur frá þeim. Ef aðili B fremur glæp gegn aðila A er aðili B annað hvort að taka eigur aðila A eða skaða aðila A líkamlega. Ef aðili B gerir ekkert af þessu kemur aðila A ekkert við hvað aðili B gerir. Fíkniefnaneysla er löstur en ekki glæpur.

Svo er kunnara en frá þurfi að segja hvernig bannárin komu út.

http://www.youtube.com/watch?v=XKPAn7uRcVY&list=TLlMoYlUGiYausSfT4cpDcYqB1KQ25R21b

Helgi (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 04:58

2 identicon

Þú prófar vímuefni eitt skipti og sérð að þetta er mjög skemmtilegt, svaka nautn og æðislegt.

Til hvers áttu að hætta?

Lífið er dauft og leiðinlegt. Vímuefni eru skemmtileg.

Gallinn er sá að núna ertu hundeltur glæpamaður og talinn ræfill og aumingji, viðbjóður sem á að fangelsa. En þú veist að fólk er fífl svo þér er sama.

Þar af leiðandi færðu þér alltaf meira og meira af vímuefnum .

Gallinn er sá að vímuefni eru ólögleg og því ekkert eftirlit með gæðum eða hverju er blandað í þessi efni.

Því er sæmilega miklar líkur á að þú fáir eitrun af einhverju ógeði sem óprúttnir einstaklingar setja í efnin.

Verðið á vímuefnum er sömuleiðis mjög hátt, eingöngu útaf banninu, svo meira og meira af peningum þínum fer í þetta og hey fólk er fífl og þú ert glæpamaður hvortsemer, svo því ekki að ræna fyrir lyfjunum bara?

Þetta bann gerir ekkert nema að búa til glæpamenn á færibandi og hætta lífum fólks að óþörfu.

Áfengi er álíka sterkt vímuefni og heróin, getum við bannað það? Nei sagan segir að eina sem bannið gerir er að gera mafíur ofursterkar.

Það þarf bara að horfa til mexikó til að sjá hve illa það fer.

Sannleikurinn er sá að hinir raunverulegu glæpamenn í þessu tilviki, eru einmitt bannsinnar.

Bannsinnar eru forheimskaðir fordómaseggir sem stefna þjóðfélaginu í hættu.

Eftir svona 20 ár, verða þeir sem eru bannsinnar nú, taldir geðveikir og heimskir af öllum.

Bannið gengur ekki upp, svo einfalt er það.

Né heldur gengur forræðishyggja upp, eins og sést á vaxandi landasölu sem viðbragð við hækkuðu verði áfengis.

Svo einfalt er það.

Þeir sem styðja bann og forræðishyggju eru sjúkir og stórhættulegir.

Það fólk er vandamálið, ekki vímuefna neytendur.

Svo einfalt er það.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 14:26

3 identicon

Fólk sem ánetjast hverju sem er gerir það afþví því líður illa, en ef það sem það notar er ólöglegt getur það ekki fengið hjálp nema hætta á vandræði gagnvart löggjafanum. Svo því líður bara illa áfram og heldur áfram að nota. Svona gróft einfaldað.

http://www.orange-papers.org/orange-ratpark.html

Tóti (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 16:05

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Helgi, Sveinn og Tóti.

Helgi skrifar: „Fíkniefnaneysla er löstur . . ." Sum fíkniefni eru tiltölulega meinlaus. Önnur eru lífshættuleg, t.d. heróín. (Jafnvel Lemmy, sem er nú ekki beinlínis bindindispostuli, hatar heróin.) Og svo er þetta spurning um magn auðvitað. Kannski getum við allir verið sammála um það að drekka of mikið eða neyta heróins sé löstur. Hvernig dílar maður við lesti? Maður viðurkennir þá og hættir að kenna öðrum um. Eða maður velur að maður sé fórnarlamb og ráði ekki við neitt, því þetta sé allt öðrum að kenna. Svo velur hver fyrir sig. Eins og Sartre sagði: „Man is condemned to be free."

Hér er Neil Young af plötunni Tonight's the Night, sem hann samdi um tvo vini hans sem dóu vegna heróínneyslu.

http://www.youtube.com/watch?v=B_GaoU6BVPg

Wilhelm Emilsson, 7.2.2014 kl. 17:49

5 identicon

"Hvernig dílar maður við lesti? Maður viðurkennir þá og hættir að kenna öðrum um."

Jú en það er t.d. einn munur, ef maður er háður þeim lesti að drekka áfengi í óhófi þá er hægt að leita hjálpar hjá samfélaginu sem borgað hefur verið til alla æfi, um einn fimmta af öllum launum eða meira, en ef maður er háður ólöglegu vímuefni (ekki endilega banvænna) þá segir samfélagið að það skuldi manni ekkert, maður sé vondur afþví að hafa valið vitlausann vímugjafa og heppinn ef hjúkkan hringir ekki á lögguna.

Tóti (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 19:40

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tóti:

Takk fyrir athugsemdina. Að mínu mati á að hjálpa öllum til að hætta, eða minnka, neyslu, hvort sem um ólögleg eða lögleg vímuefni er að ræða. Í mörgum löndum geta heróínneytendur fengið methadone. Ég hef heyrt að það sé líka hægt á Íslandi, en ég hef ekki staðfest það.

Á Íslandi eru starfandi samtökin Narcotics Anonymous, sem hafa samvinnu við sjúkrahús og stofnanir, samkvæmt vefsíðu samtakanna.

http://www.nai.is/landsthjonusta#TOC-Lands-j-nusta-NA-samtakanna

Wilhelm Emilsson, 8.2.2014 kl. 21:07

7 identicon

Hugmyndakerfi Anonymous samtakanna eru í grunnin þannig að fólk verði að finna guð til að verða edrú. XA samtök heimsins hafa lélegri árangri að hampa en ekki neitt. Að ganga í XA samtök styttir líf fíkla miðað við ef viðkomandi hefði bara reynt að hætta sjálfur. Hluti boðunar XA samtaka er að það verði að finna botninn áður en hætt er, ótaldir hafa dáið einmitt við að reyna það, ná botninum að tilmælum hjónabandsdjöfulsins Bill og vanhæfa læknisins Bob.

Tóti (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 22:17

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ókei, Tóti. Ég veit að sumir eru ekki sáttir við AA, og ég get vel skilið þá gagnrýni. Orri Harðarsson, tónlistarmaður, skrifaði til dæmis merkilega bók um þetta. En það sem ég er að reyna að benda á er að heilbrigðiskerfið lokar ekki alveg á þá sem eru háðir ólöglegum fíkniefnum. Eða finnst þér þetta vera alger misskilningur hjá mér? Reyjavíkurdeild Rauða krossins vinnur til dæmis með fíklum. Sjá grein í Vísi hér:

http://www.visir.is/virding-fyrir-fiklum-lifsnaudsyn/article/2013702099935

Svala Jóhannsdóttir, sem vinnur hjá Rauða krossinum, segir: „Við reynum að leiðbeina fólki um örugga sprautunotkun. Ein gagnrýnin á skaðaminnkun er sú hugmynd að svona þjónusta komi í veg fyrir bindindi. En það er akkúrat ekki þannig. Ef einstaklingurinn vill aðstoð og stuðning við að ná edrúmennsku stendur það alveg 110 prósent til boða. Þetta snýst um að virða sjálfsákvörðunarrétt fólks."

Wilhelm Emilsson, 8.2.2014 kl. 22:51

9 identicon

Nei, ég er ekki ósammála þér með það að t.d. Rauði krossinn vinnur gott, gagnlegt (þjóðfélagslega) og vanþakklátt starf. En það er ennþá í þjóðarsálinni að ef sótt er í aðra vímu en þá sem ÁTVR selur þá sé ekki bara í lagi heldur þjóðfélagsskylda að úthrópa þá einstaklinga sem t.d. ánetjast heróíni í danmörku og flytja svo aftur til fæðingarlandsins. Þá er enging samúð til staðar og ég tel mjög lílegt að sá skortur á samúð hafi stytt líf margra. Ólíkt þeim heilögu vanvitum Bill og Bob þá hjálpar það engum að vera útskúfað.

Tóti (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 23:02

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Tóti.

Wilhelm Emilsson, 13.2.2014 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband