Fórnarlömb klámvæðingar

Í greininni er vitnað í Láru Rúnarsdóttur, sem segir: „En það er ekki gott að benda á og saka konurnar sjálfar um. Þær hafa alist upp í samfélagi sem er gegnsýrt af þessum staðalímyndum. Ɂg get alveg skilið að þær haldi að þær þurfi að gera þetta og að þær þurfi að keppa hver við aðra. Miley Cyrus gerir eitthvað sem hneykslar fólk og vekur athygli og þၠsvarar Rihanna með einhverju öðru ögrandi.“

Gott og vel. En er kannski möguleiki að þessar konur viti hvað þær eru að gera? Ef karlmaður segði að hæfileikaríkar og ríkar konur eins og Miley Cyrus og Rhianna--konur sem búa í vestrænu lýðræðisríki og hafa margra kosta völ--viti ekki hvað þær eru að gera því þær geti ekki hugsað sjálfstætt væri það ekki talin dæmigerð karlremba? Miley Cyrus er vel meðvituð um klámvæðingu. Hún sagði til dæmis nýlega að karlmenn horfi alltof mikið á klám.


mbl.is Poppstjörnur afklæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er Miley Cyrus og aðrir að afklæðast í mótmælaskyni gegn þeim tepruskap, sem er mjög einkennandi fyrir fjölmiðla í Bandaríkjunum?

En hvergi í veröldinni er tepruskapurinn og forræðishyggjan meiri en á Íslandi. Og öfgafemínistar eins og Lára Rúnarsdóttir eru birtingarmyndir þessa tepruskapar. Lára Rúnarsdóttir er kolrugluð og hún er eins og þú sýnir fram á, Emil, í algerri andstöðu við sjálfa sig. Kannski ætti Lára að reyna að skilja, að það er ekkert klámfengið við nekt. Eina klámið er í hausnum á femínistunum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 23:54

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir með Wilhelm Emilsson. Ég vil bæta því við að það var enginn að miða byssu á þær. Þær eru svo sterkar út á við að þær ættu að geta haft sína eigin skoðun út á við (þrátt fyrir fjölmiðlaþrýsting).

Hins vegar þykist ég vita að þetta snýst allt um peninga og þá skiptir í raun siðferði engu máli. En hver á svo sem að stoppa þetta? Viljum við stoppa þetta? Af hverju viljum við stoppa þetta? 

Sumarliði Einar Daðason, 8.2.2014 kl. 03:14

3 identicon

Viljum kannski ekki stoppa þetta, en klárlega láta þetta ekki renna ofan í okkur og börnin án þess að ræða gagnsemi eða ógagnsemi. Láta þetta standast skoðun. Ef það gerir það ekki, þá fordæma það sem lélega menningu sem hjálpar okkur ekki að vera menn. Og skoða aðrar greinar sem gera það. Þetta snýst allt um að vera menn - er það ekki?

Jón (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 13:47

4 identicon

Það eru ekki margir í heiminum færir um sjálfstæða hugsun. Hvort þeir eru það eða ekki kemur kyni þeirra, tekjum, hæfileikum, stjórnarfari landsins sem þeir búa í eða hvort það sé vestrænt...ekkert við.....nákvæmlega ekki neitt.

Xist (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:22

5 identicon

Að Rhianna og Miley Cyrus séu að öllum líkindum minna með ósjálfstæðari hugsun en hlýðni góði lögfræðingurinn, alþingismaðurinn, ráðherrann, læknirinn, kennarinn? Nei...það held ég varla.

Xist (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:29

6 identicon

Sjálfstæði verður líka að vera sjálfstæði frá sjálfum sér. Það gæti virst í fljótu bragði að Miley og Rihanna hafi margra kosta völ. Persónuleiki manna er misjafn. Sumir hafa mikla athyglissýki og sýniþörf. Sem eru ekkert verri gallar en þessi dæmigerði alþingismaður eða lögfræðingur hefur. Gallar manna toga þá í mismunandi áttir. Sjálfstæði er meðal annars að breyta göllunum sínum í kosti. Að lifa lífinu viljandi. Vera ekki strengjabrúða. Vera hvorki ekki á valdi tilfinninga sinna, né þess sem maður heldur að séu hugsanir sínar. Skilja að tíminn er naumur.

Xist (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 09:33

7 identicon

Sjálfstæð hugsun er ekkert svo sjálfsögð. Við tökum mörgu sem gefnu á hverjum einasta degi án þess að fatta það enda væri nánast ómögulegt að hugsa allt á gagnrýnin hátt, burt séð frá kyni. Ef við ölumst upp við ákveðin viðhorf sem eru almenn í okkar samfélagi er erfitt að átta sig á því í fyrsta lagi og síðan að meta það á hlutlausan gagnrýnin hátt.

150 (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 11:33

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að leggja orð í belg, Pétur, Sumarliði, Jón, Xist og 150!

Wilhelm Emilsson, 13.2.2014 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband