Barði

Barði er frábær póstmódernískur poppari og hann er svo skemmtilega krípí. Grín heimildamyndin um hann, sem má sennilega finna enn einhvers staðar á YouTube, er dásamleg. Mér finnst útgáfa Bang Gang af gamla Díönu Ross og Supremes laginu „Stop in the Name of Love" með því besta sem hann hefur gert.

 

 


mbl.is Myndband Barða frumsýnt á vef Rolling Stone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta lag er hinsvegar svo ofboðslega mikið Trabant og Rassi Prump að maður getur næstum því sagt að það sé fengið að láni þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2014 kl. 17:44

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón. Sitt sýnist hverjum :) Eða eins og enskumælandi menn segja, "There is no arguing about taste". 

Wilhelm Emilsson, 19.2.2014 kl. 23:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enda varla um smekksatriði að ræða, þegar rætt er um stælingu. Eða á maður að segja hálfmeðvitaðan inspíreraðan þjófnað?

http://youtu.be/0C9aVJYVtSQ

Jón Steinar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 00:30

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll, Jón. Fyrst hélt ég að þú værir að gefa algert frat í nýju hljómsveitina hans Barða með því segja að lagið væri „ofboðslega mikið Trabant og Rassi Prump". Ha ha. Ég hafði aldrei heyrt minnst á tónlistarmanninn Rassi Prump og hugsaði um bílinn--ég er nógu gamall til að muna eftir Trabbanum--en ekki hljómsveitina.

Ég fatta núna hvað þú ert að meina.

Takk fyrir lagið með Trabant. Mér finnst þetta nú reyndar engin stæling beinlínis. Báðar hljómsveitirnar spila í því sem kalla má elektrónískum popp stíl, sem Trabant fann ekki upp. Hljómagangur í báðum lögum er frekar einfaldur og margnotaður, án þess að það sé stórgalli. Bæði lögin eru, að mínu mati, fremur ófrumleg í raun, sem er einkenni á póstmódernísku poppi, sem er kategórían sem ég myndi setja bæði böndin í. Póstmódernisminn gengur jú út á það að stela og stæla--með stíl.

Gæinn sem Barði spilar nú með í nýju hljómsveitinni, Starwalker, er líka í hljómsveitinni Air, stofnuð 1995, sem blandar saman poppi og electrónískri tónlist á þennan póstmóderníska hátt sem mér finnst einkenna bæði böndin.

Wilhelm Emilsson, 21.2.2014 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband