Auðvitað
25.2.2014 | 04:07
Helgi Seljan á þakkir skyldar fyrir að fá Bjarna Benediktsson loks til að viðurkenna hið augljósa. Bjarni sagði í lok viðtalsins í Kastljósi: Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið vegna þess að það er pólitískur ómöguleiki til staðar. Auðvitað á þjóðin að fá að kjósa eins og búið var að lofa.
Eftirfarandi stóð svart á hvítu í kynningarefni Sjálfstæðisflokksins:
Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram
En þetta stendur þar ekki lengur. Það er til skjámynd af þessu fyrir þá sem trúa þessu ekki.
Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að neyta og Bjarni Benediktsson er nú loksins búinn að viðurkenna að hann gat ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Sannleikurinn er, merkilegt nokk, sagna bestur og það er ekki of seint að standa við þetta loforð.
19 þúsund vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Wilhelm.
Þú hlýtur að sjá að ríkisstjórn og þing sem alls ekki vill inn í ESB - hernig á þá að halda um aðlögunina í sambandið sem dr. Össur var með í gangi ? Ríkisstjórn og þing að stjórna aðlögunarferli inn í samband sem það vill alls ekki inn í ? Það er stór þversögn í því. Nánast eins og að konu sé nauðgað sem ekki vill láta nauðga sér, svo tekin sé ósmekkleg en kröftug samlíking.
Dr. Össur taldi sjálfum sér og hluta þjóðarinnar trú um að viðræðurnar snerust um að fá undanþágur á meðan það er kristaltært að sambandið veitir ekki umsóknarríkjum undanþágur, heldur er verið að semja um dagsetningar sem á að taka allt laga- og regluverk Evrópusambandsins inn hjá okkur.
Líttu nú á hvernig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af aðlögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins.
Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjðölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úi í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna sína um að semja um undanþágur á þessari slóð :
http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/
Þetta er allt mjög skýrt á hemasíðu sambandsins hérna :
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm
Þarna er talað um að umsóknarþjóð skuli taka allt laga- og regluverk ESB inn í sitt eigið og samið verði um tímapunktana. Þeir segja : „They are not negotiable” og ekki nóg með það þeir feitletra inni í setningunni „not negotiable” alveg eins og þeir leiðrétta dr. Össur með í myndbandinu hér að ofan.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 04:45
Ég gleymdi að sjálfsögðu að láta það fylgja með að Helgi Seljan hefði átt meiri þakkir skildar hefði hann komið dr. Össuri og þeim sem trúðu honum um aðlögunarferlið að það væri óumsemjanlegt. Pakkinn lá fyrir frá upphafi í heilu lagi á heimasíðu sambandsins, sem og kröfurnar í aðlöguninni eins og hér var bent á.
Þá væri ekki þessi hávaði í mörgum, enda virðist þriðjungur þjóðarinnar ekki skilja skrifaða né talað ensku virðist vera.
Dr. Össur skildi þetta ekki einu sinni eftir að toppar í Evrópusambandinu leiðréttu hann á blaðamannafundinum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 04:49
Sorry - Petur Pan að trufla mig ;) „óumsemjanlegt” hér rétt fyrir ofan átti auðvitað ekki að skarta „ó” fremst.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.