Frumbyggjarnir

Sigmundur Davíð skilur ekki alveg hvers vegna Íslendingar eru ekki skilgreindir sem frumbyggjar--„enda Íslendingar einhverra hluta vegna ekki taldir frumbyggjar," skrifar hann.

Skilgreinum okkur bara sem frumbyggja, þegar það hentar, og málið er leyst. Wink

Sigmundur er alltof hógvær. Veit hann ekki að sókn er besta vörnin? Hann ætti að segja Bandaríkjamönnum að þeir ættu nú bara að hafa sig hæga. Okkur maður, Leifur Eiríksson, fann Ameríku og við eigum tilkall til alls þess landsvæðis. Þar sem við erum frumbyggjar þurfum við ekkert að hlusta á það að þar voru aðrir frumbyggjar fyrir. Við látum sko engan segja okkur fyrir verkum. Við tókum til dæmis landið af írsku munkunum sem voru að þvælast á Íslandi áður en við mættum á svæðið . . . Ó, erum við þá ekki „frumbyggjar” Íslands? Æ, þar fór í verra! . . . En, nei, „frumbyggjar" er nefnilega mjög teygjanlegt hugtak. Samt voru írsku munkarnir ekki alvöru frumbyggjar. En við erum sko alvöru frumbyggjar!

. . . Í alvöru.

Ísland

 

 


mbl.is Afstaðan ræðst ekki af umvöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Haha. Svo sé eg að sumir eru að hrósa þessum pistli forsætisráðherra á netinu. Hrósa yfirgengilega vitlausum og fáfróðum pistli. Hann veit augljóslega ekki neitt um hvað hann er að tala efnislega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2014 kl. 18:14

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Ómar Bjarki. Já, ólíklegasta fólk lýsti yfir hrifningu sinni á grein Sigmundar Davíðs.

Wilhelm Emilsson, 8.4.2014 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband