Um laun

Haraldur Freyr Gíslason segir: „Menn eiga að hafa sömu laun hvort sem nem­andi þeirra sé tveggja ára eða tutt­ugu ára." Gaman væri að heyra hvaða rök Haraldur hefur fyrir þessari fullyrðingu. Leikskólakennarar og framhaldsskólakennarar eru ekki að gera það sama. Það er ekkert að því að viðurkenna að það sé launamunur á milli þessa kennarahópa. 


mbl.is Aldur nemenda á ekki að ráða launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í dag er leikskólakennaranám 5 ár. Margir ef ekki flestir framhaldsskólakennarar eru með ba/bs + kennsluréttindi sem tekur alls 4 ár. Það tekur því lengri tíma að mennta sig til þess að geta orðið leikskólakennari. Það þarf að meta til launa og hægt er að nota sem rök fyrir ekki síðri launum en framhaldsskólakennarar.

Ólafur Gunnar Sævarsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 07:27

2 identicon

Jahá, og hvort er nú merkilegra/mikilvægara starf í þínum huga Vilhelm? Og hver eru rökin fyrir því að það sé í lagi að það sé launamunur þarna á milli?

Kveðja

leikskólakennari

Ingibjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 07:42

3 identicon

Leikskólakennsla er örugglega ekki ábyrgðarminna starf en framhaldsskólakennsla.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 12:17

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Ólafur Gunnar, Ingibjörg og Kristján.

Ólafur Gunnar, það er lágmark að vera með BA/BS gráðu og kennslufræði til að kenna í framhaldsskóla. Margir eru með meiri menntun. Er það rétt skilið hjá mér að fólk geti unnið á leikskóla án þess að vera með réttindi?

Ingibjörg, er eitt starf merkilegra en annað? Slíkt er alltaf matsatriði, ekki satt? Ef þú kemur með rökin fyrir því hvers vegna leikskólakennarar og framhaldsskólakennarar eigi að vera með sömu laun skal ég koma með mín rök fyrir því að svo eigi ekki að vera.

Wilhelm Emilsson, 3.6.2014 kl. 21:12

5 identicon

Sæll Wilhelm.

Ég geri engan greinarmun á störfum.

Það starf sem er unnið af heiðarleika og alúð
er það eina sem er nokkurs virði.

Launamunur sem er uppá tugi miljóna á ári
er ekki einasta della heldur ætti að varða
tukthúsvist.

Við höfum fórnað öllum gildum fyrir sýndarheim;
veröld sem ekki er til og uppskorið samkvæmt því:
hreint ekkert, alls ekkert; jörðin er sem auð og tóm
svo sem hún var í árdaga.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 21:06

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir skáldlegt og heimspekilegt innleg, Húsari.

Wilhelm Emilsson, 5.6.2014 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband