Bjargvættirnir
4.6.2014 | 03:31
Hefði það ekki meikað meiri sens að fá tvo meðaljóna til að kljást við hinn ægilega ímyndarvanda sem veiðileyfissalar hafa þurft að glíma við eftir hrunið? En það myndi kannski gefa meðaljónum falska von um að þeir hafi efni á því að skella sér í veiði þegar þeim dettur í hug. Í fyrra kostaði ein stöng á dag í svæði eitt í Norðurá 94.700 krónur. Reyndar er fæði og gisting ekki nema 20.000 krónur á sólarhring milli 6-15. júní.
Vonandi verður grillað um kvöldið.
Ráðherra að bæta ímynd laxveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sölustjóri árinnar hefur ekki notið þjónustu almannatengils, en sá hefði sagt honum strax að þetta væri PR stórslys.
Það er nóg af almannatengslafyrirtækjum sem sérhæfa sig í svona löguðu. Þeir sem fá hugmynd sem þessa eiga hiklaust að splæsa í snögga úttekt hjá slíku fyrirtæki.
Jón (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 11:32
Takk fyrir athugasemdina, Jón!
Wilhelm Emilsson, 4.6.2014 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.