Draumur og veruleiki

Draumur Halldórs Ásgrímssonar var að Ísland yrði þekkt sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Raunveruleikinn varð sá að Ísland varð þekkt sem alþjóðleg fjármálamistök.

En þetta reddaðist allt að lokum, var það ekki? Og núna eru allir farnir að fíla okkur aftur. Núna er kannski kominn tími til að hætta þessu væli og skella sér í aðra umferð. Það dreymir alla um að verða ríkir, líka sósjalista. Hér er uppskrift af því að græða fyrir þá sem misstu af fyrsta góðærinu. Uppskriftin er úr bók Michael Lewis, Boomerang: Travels in the New Third World. Fyrsti kaflinn er um Ísland og heitir „Wall Street on the Tundra":

Yet another hedge fund manager explained Icelandic banking to me this way: You have a dog, and I have a cat. We agree that each is worth a billion dollars. You sell me the dog for a billion, and I sell you the cat for a billion. Now we are no longer pet owners but Icelandic banks, with a billion dollars in new assets. "They created fake capital by trading assets amongst themselves at inflated values," says a London hedge fund manager. "This was how the banks and investments companies grew and grew. But they were lightweights in the international markets."

Iss, þessir hrægammasjóðastjórnendur voru bara öfundsjúkir. „Fake capital"? Allt kapítal er feik. Þetta er pottþétt aðferð. Af hverju ekki að reyna þetta aftur? En, en.  „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið," orti Steinn Steinarr. En hann var kommúnisti og þeir eru alltaf svo neikvæðir. Var nokkuð að marka hann? Gefum honum samt síðasta orðið Wink

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum

í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.

Hann lykur um þig löngum armi sínum,

og loksins ertu þú sjálfur draumur hans.

 

 


mbl.is Kallar Geir Haarde ræfil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það virðist alltaf duga Birni Val að segja eitthvað neikvætt og þá kemst hann í fjölmiðla. Ætli hann sé ekki að gæla við að komast aftur á þing? Maðurinn er varla í fjölmiðlum nú orðið fyrir annað en að kasta skít í aðra.

Varðandi fjármálahrunið er það að segja að vinstri menn hérlendis láta eins og það hafi bara orðið hrun hérlendis. Þeir láta líka eins og framsókn og sjallar hafi orsakað hrunið. Sú sýn lýsir fullkomnu skilningsleysi á eðli vandans.  Orsökuðu framsókn og sjallar þá líka hrunið erlendis? Framsókn og sjallar gætu ekki orsakað hrun hérlendis þó það væri á stefnuskrá þeirra. 

Í stað þess að vera með þetta skítkast ætti Björn Valur að vara okkur við komandi hruni - hruni sem hann mun bera sína ábyrgð á. Það mun hann hins vegar ekki gera því hann skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum.

Helgi (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 03:27

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Helgi.

Ég fylgist ekki nægileg vel með Birni Val til að vita hvað hann er að pæla.

Það er munur á fjármálakreppu og hruni. Það var fjármálakreppa í heiminum. Engum dettur í hug að kenna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum um hana. En stefna þessara flokka leiddi til góðæris og svo hruns, að mati ansi margra, á meðan önnur lönd urðu fyrir skakkaföllum en fóru ekki á hausinn.

Auðvitað var Sjálfstæðiflokkurinn í stjórn með Samfylkingunni þegar bankarnir hrundu.

Hvaða hrun er á leiðinni, að þínu mati?

P.S. Þetta svar til þín er endurskoðuð útgáfa af fyrra svari sem mér fannst ekki alveg nógu gott og ég þurrkaði út :)

Wilhelm Emilsson, 6.6.2014 kl. 04:34

3 identicon

Það er altalað, þó það rati kannski ekki í fjölmiðla, að nýtt hrun á Íslandi geti orðið innan árs.

Háttsettir menn (bankastjórar og aðrir millistjórnendur)segja þetta, reyndar ekki hátt, en það virðist vera mikill ótti vegna þessa í bankakerfinu.

Af hverju ? Jú,m.a. út af þessari ríkisstjórn og aðgerðum hennar. "Leiðréttingin" mun reynast okkur mjög dýr. Vextir munu hækka verulega og verðbólgan rjúka upp. Gjaldmiðillinn, ísl. krónan er ónýt og við verðum að skipta um mynt. Aðild að ESB myndi færa íslenskri alþýðu, fyrirtækjum og ríksissjóði a.m.k. 140 milljarða á ári í formi lægri vaxta, minni verðbólgu o.s.frv.

Þá hefur ríkisstjórnin hefur afsalað sér tekjum af veiðigjöldum uppá einhverja tugi milljarðar króna.

Svo ekki er þetta gæfuleg efnahagsstefna sem við búum við í landinu í dag.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er algjör varðandi Hrunið. Það hófst allt með einkavæðingu bankanna þar sem þeir voru seldir vildarvinum flokkana sem kunnu ekkert að reka banka. Enda tók það ekki nema 4 ár eða svo að setja bankana á hausinn. Áður en Landsbankinn var seldur þessum vildarvinum, hafði hann verið rekinn í 100 ár þar á undan !

í 20 ár(að undanskilu síðasta árinu fyrir Hrun) hafði landinu verið stjórnað af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þeir höfðu byggt upp kerfi í landinu sem var með veiku og ónýtu eftirliti með bönkunum. Allt gert í nafni frjálsræðis !

Eftirlitsstofnanir voru þyrnir í þeirra augum og því fór sem fór.

Í athugasemd nr. 1 hjá Helga segir hann að Björn Valur muni bera ábyrgð á komandi hruni ! Það væri gaman að heyra rökstuðning við þeirri fullyrðingu - Björn Valur er ekki einu sinni þingmaður í dag.

Láki (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 07:59

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er ekki fjármálakreppa sem bíður okkar heldur fjármálahrun.  Án þess að fullyrða um það þá tel ég þó að fyrir lok næsta árs, 2015, muni ekki eingöngu íslenska fjármálakerfið hrynja, heldur verður hrunið á heimsvísu. 

Hrun þetta mun annaðhvort byrja í Bandaríkjunum eða Evrópu.

Bandaríska hagkerfið er ein stór loftbóla sem hefur ekkert á bak við sig annað en stöðuga peningaprentun  Seðlabanka Bandaríkjanna.  Atvinnuleysi í BNA er mun meira en opinberar tölur gefa til kynna og fátækt hefur aukist gífurlega.  Millistéttin, sem hefur verið aðal tekjulind ríkissjóðs BNA, er að hverfa og skatttekjur dragast saman umtalsvert.  Á sama tíma eru skuldir BNA alríkisstjórnarinnar svo háar að þær verður aldrei hægt að greiða til baka.  Framleiðsla í BNA er að dragast saman og ringulreið liggur í loftinu.

Í Evrópu er ástandið ekki mikið skárra, jafnvel verra.  Atvinnuleysi í mörgum ríkjum Evrópu er orðið svo alvarlegt að þegar lítill hópur atvinnuleysingja er ekki lengur talinn til "fólks á vinnumarkaði", þá batna atvinnuleysistölur.  Framleiðsluaukning á sér ekki stað í ESB, öllu heldur er samdráttur þó svo að menn vilji halda öðru fram.  Fátækt í jaðarríkjum s.s. Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal og reyndar víðar er komin á hættulegt stig.  ESB-elítan í Brussel heimtar meira til sín á sama tíma og kröfur eru gerðar til aðildarríkja um að draga saman í útgjöldum, þó eru gerðar kröfur um kostnaðarsamar aðgerðir til að mæta kröfum ESB-elítunnar.

Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn né Björn Valur munu hafa nokkuð um þetta hrun að segja, það mun koma flestum á óvart.  Ef menn hinsvegar opna augun líta í kringum sig og rýna í raunverulegt ástand hlutanna, þá trúi ég að menn muni sjá alvarleikann sem bíður okkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.6.2014 kl. 10:18

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Láki og Tómas.

Wilhelm Emilsson, 6.6.2014 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband