Hjól og heilsa

Er ekki málið að það er dálítið hættulegt að hjóla? Á Bretland slasast eða deyja u.þ.b. 19.000 hjólreiðamenn árlega. Af þeim fjölda eru það 3000 manns sem slasast alvarlega eða deyja.

Að hjóla

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: http://www.rospa.com/roadsafety/adviceandinformation/cycling/facts-figures.aspx 


mbl.is Börn slasast í reiðhjólastólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Bretlandi slasast alvarlega 200 þúsund manns árlega í bílslysum. En varðandi reiðhjólaslysin, þá er ekki rétt að orða það þannig að það sé hættulegt að hjóla, heldur hættulegt að kunna ekki framandi umferðarreglur eða setjast á hjól undir áhrifum áfengis. Langflestir sem slasast í reiðhjólalslysum í Bretlandi eru ferðamenn á leiguhjólum, en þeir koma frá löndum með hægrihandar umferð. Það má því orða það svo að hjólreiðar fyrir ókunnuga séu ekki öruggasti ferðamátinn í Bretlandi. Þá væri öruggara að taka leigubíl eða strætó.

Jón (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 11:32

2 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Þessar tölur eru dálítið fönkí, og í raun villandi. Af þessum 3000 sem slasast alvarlega eða deyja, deyja einungis 118. (meðaltalið er um 120 á ári)

Það eru mun fleiri gangandi vegfarendur sem láta lífið, og enn fleiri ökumenn bifreiða.

Hjólreiðar eru með hættuminnstu ferðamátum sem hægt er að finna.

Heimild: https://www.gov.uk/government/publications/annual-road-fatalities

table { }td { padding-top: 1px; padding-right: 1px; padding-left: 1px; color: windowtext; font-size: 10pt; font-weight: 400; font-style: normal; text-decoration: none; font-family: Courier; vertical-align: bottom; border: medium none; white-space: nowrap; }.xl65 { font-family: Arial,sans-serif; }.xl66 { font-family: Arial,sans-serif; text-align: left; border-width: medium medium 1pt; border-style: none none solid; border-color: -moz-use-text-color -moz-use-text-color windowtext; }.xl67 { font-family: Arial,sans-serif; border-width: medium medium 1pt; border-style: none none solid; border-color: -moz-use-text-color -moz-use-text-color windowtext; }.xl68 { font-family: Arial,sans-serif; border-width: medium medium 1pt; border-style: none none solid; border-color: -moz-use-text-color -moz-use-text-color windowtext; }

        

Samúel Úlfur Þór, 13.6.2014 kl. 12:07

3 Smámynd: Morten Lange

Finnst þér þetta gagnlegir ábendingar um stærri myndina sem birtast í athugasemdunum, Wilhelm ?

Morten Lange, 13.6.2014 kl. 15:13

4 Smámynd: Morten Lange

Á Íslandi hefur ekki einn sem var á reiðhjóli látist í umferðinni síðan 1997.  
Á sömu tímabili hafa um 300 látist samtals í umferðinni, og langflestir í bílum, en líka allt of margir gangandi sem var ekið á. 

Árlega má gera ráð fyrir að hjólreiðar forða lauslega um 5 dauðsföll, samkvæmt útreikningum gerðar af verkfræðingi frá Mannviti með því að setja íslenskar tölur inn í reiknilikan Alþjóða heilbrigðismálastofnun.  Hjólreiðar bjarga mannslífum eða bæta góð ár við lífið  vegna þess að dagleg hreyfing vinnur gegn fjölmörgum lífsstílssjúkdómum. 

Morten Lange, 13.6.2014 kl. 16:27

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, gott fólk. Morten, ábendingar og umræða, sérstaklega þegar menn geta vitnað í staðreyndir, eins og menn gera hér, er alltaf af hinu góða.

Samúel Úlfur, mér finnst villandi að segja að tölurnar séu „fönkí" og „í raun villandi". Og að segja að „einungis 118" deyji er dæmi um spuna að mínu mati.

Þú segir að hjóleiðar séu „með hættuminnstu ferðamátum sem hægt er að finna".

Samkæmt tölum sem ég hef séð (sjá tölur og hlekk) er mun hættuminna að taka strætó en að hjóla.

Hér eru tölurnar:

Ferðamáti og hlutfall þeirra sem dóu eða slösuðust alvarlega í Stór-Lúndúnum, 2011:

Gangandi: 35%

Mótórhjól: 21%

Hjólandi: 20%

Biðreið: 18%

Stætó eða rúta: 3%

Leigubílar: 1%

Vöruflutningabílar: 1%

Önnur ökutæki: 1%

Samkvæmt þessu eru hjólreiðar ekki með hættuminnstu ferðamátum sem hægt er að finna.

Í greininni er fjallað meira um tölfræðina og túlkunarvandamál.

https://fullfact.org/factchecks/cyclist_safety_dangerous_pedestrian_walking_KSI_rate_olympics-27711

En hvernig sem menn kjósa að ferðast er málið að fara varlega!

Wilhelm Emilsson, 13.6.2014 kl. 21:27

6 identicon

Það er alveg satt. Hreyfingarleysi er aftur á móti hættulegra en allt annað, og allar rannsóknir sem styðja það. Ekki bara styttir það líf þitt og eykur líkurnar á allskonar sjúkdómum, heldur þá rýrir það lífsgæði þín. Þannig að það er betra að fara út að ganga og hjóla, og drepast kannski, en lifa alla vega góðu lífi á meðan, heldur en að verða kalkað og farlama gamalmenni með allskyns króníska sjúkdóma sem þú hefðir aldrei fengið ef þú hefðir nennt að hreyfa þig, gamalmenni sem getur ekkert gefið af sér lengur og er ófært um að njóta lífsins. Fólk sem hugsar um heilsuna getur lifað framm á elliár upp í háan aldur, þess vegna 100, fullfært um að gefa af sér og fullvirkt í þjóðfélaginu og notið lífsins í botn. Ef þú keyrir alltaf út í sjoppu og færð þér þar hamborgara þá eru líkurnar á móti þér. Betra að hjóla eða ganga og drepast á leiðinni og fá sér bara Kristal.

Óli (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 14:45

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Óli.

Wilhelm Emilsson, 16.6.2014 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband