17. júní

Á þessum degi finnst mér við hæfi að vitna í kafla úr Íslandsögu handa börnum eftir Jónas frá Hriflu:

UNI DANSKI--Garðar Svavarsson [sá sem fann landið, eftir að paparnir fundu það, og kallaði það Garðarshólma--innskot bloggara] átti son, sem Uni hét, og var nefndur hinn danski. Uni fór til Íslands að áeggjan Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja landið undir sig. Hafði konungur heitið að gera hann að jarli yfir Íslandi, ef hann ynni það. Uni nam land á Fljótsdalshéraði, austan Lagarfljóts. En er landsmenn vissu um erindi hans brugðust þeir illa við og vildu honum enga björg veita, hvorki selja honum vistir eða kvikfé. Hrökk Uni þá þaðan burtu og fór suður á Síðu til Leiðólfs sterka. Þar var Uni um veturinn og lagði hug á dóttur Leiðólfs, en vildi þó ekki giftast henni, en það þótti föður hennar sæmilegast, úr því sem komið var. Uni reyndi þá tvisvar að strjúka burt af heimilinu og losna þannig við mæðgirnar. Í fyrra sinn tók Leiðólfur strokumanninn og flutti hann heim með sér, en í síðara skiftið þótti bónda örvent um mágsemina og drap Una og nokkra af förunautum hans. Lauk svo fyrstu tilraun erlendra konunga að ná valdi yfir Íslandi.

 Ó, jé! 

Jónas frá Hriflu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Stefnir í blauta lýðveldishátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Your image is loading...

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.6.2014 kl. 09:24

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er Monty Python bragur á þessari myndskreytingu, Vilhjálmur. Ef Jónas væri á lífi myndi hann kannski bara hafa gaman af þessu, eða segja eitthvað hárbeitt, eða hvort tveggja. Á Tilvitnun.is er þessu haldið til haga:

Geðveiki er hægt að lækna en ekki heimsku. - Jónas frá Hriflu , Þegar bombu-málið svo kallaða var í algleymingi og íhaldið hélt því fram, að Jónas væri geðveikur, en þá svaraði Jónas með þessum hætti.

Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband