Bob Moran snýr aftur
20.8.2014 | 22:15
Þú hafðir á réttu að standa, Bill," muldraði Moran. Þetta er kall dakóítanna, um það er ekki að villast. Þeir umkringja húsið og við þurfum ekki í grafgötur að fara með það, að það erum við, sem þeir vilja finna.
Skotinn skalf af bræði.
Þetta gekk allt eins og í sögu," hvæsti hann milli tannanna. Hér vorum við í algerum friði, langt frá öllum flækjum, og svo þurfa erfiðleikarnir að byrja á nýjan leik. Það var orðið of langt síðan við fréttum af HONUM síðast . . ."
Enn kváðu ópin við og nálguðust stöðugt.
Henri Vernes, Arfur Gula Skuggans

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.