Le Pen fjölskyldan

Le Pen

Fyrrverandi leiðtogi Front National, Jean-Marie Le Pen, faðir Marine, sagði nýlega í bloggi sínu, sem er á vefsíðu flokksins, að það ætti að baka franskan sögnvara af gyðingaættum í ofni. Þetta leiddi til deilna milli feðginanna, því hún vill að fólk líti á flokkurinn sem meinstrím flokk og hefur hótað að lögsækja þá sem kalla flokkinn öfgahægriflokk. Faðir Mariane minnti hana á að hún hafi oft verið hönkuð á því að vera með rasísk ummæli.

Núna eru þau búin að sættast. 

Heimild: http://www.theguardian.com/world/2014/jun/15/jean-marie-le-pen-marine-le-pen-front-national-france 


mbl.is Fengi meira fylgi en forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að við munum sjá flokka líkt og flokk Le Pen sækja í sig veðrið í Evrópu á komandi árum. Innflytjendur eru farnir að skapa mikil vandamál í mörgum löndum Evrópu þar sem sumir þeirra aðlagast ekki og vilja það ekki.

Margir kjósa að kalla flokka eins og flokk Le Pen öfgaflokka. Það er gert svo ekki þurfi að ræða málefnalega um stefnu þeirra en þeir sem kalla flokka sem fyrrnefnda öfga hafa verið að fylgja stefnu sem hefur algerlega beðið skipbrot. Í stað þess að sjá sér um hönd fara þeir í manninn en ekki boltann.

Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 05:10

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innleggið, Helgi.

Margir kjósa að kalla flokka eins og Front National öfgahægriflokk, en margir kjósa líka að kjósa hann, sem er eitthvað sem þarf að ræða.

Að mínu mati þurfa menn að vera tilbúnir að ræða stefnu í innflytjendamálum hreinskilnislega og líka uppgagn hægri öfgaflokka. Jean-Marie Le Pen kallaði helförina „smáatriði í sögu Síðari Heimstyrjaldar." Ef það er ekki dæmi um öfgahægristefnu, þá veit ég ekki hvað er öfgahægristefna.

Wilhelm Emilsson, 6.9.2014 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband