Afneitun
14.9.2014 | 07:16
Maður heyrir það oft, bæði hjá múslimum og öðrum, að Ríki íslams hafi ekkert með íslam að gera. Hér er til dæmis yfirlýsing frá forseta Islamic Society of Britain, Sughra Ahmed, varðandi morðið á David Haines:
"If someone who commits such evil and such heinous crimes calls themselves the Islamic State, then we need to understand actually that there's nothing Islamic and there's nothing state-like or legal about the work that they're doing, about the acts that they are committing."
Þetta er hrein og klár afneitun. Þetta er eins og að segja að spænski rannsóknarrétturinn hafi ekki haft neitt með kristni að gera. Trúarbrögð hafa sína dökku og björtu hliðar, eins og flest annað. Í dag er öfgafull kristni eins og vægt kvef; öfgafullt íslam er plága.
Heimild: http://www.bbc.com/news/uk-29195872
Ætla að ganga frá Ríki Íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í ævisögu Muhameds kemur fram að hann hélt oft sýningar fyrir sína menn og skar nokkra andstæðinga á háls við hátíðlegar athafnir.
Múhameð var illmenni og villidýr og stuðningmenn Ríkis Islam eru af sama kaliber.
Sugra Ahmed lýgur, eins og múslimum ber, þegar trúin er annarsvegar.
Allir kannast við setninguna: "Islam er trúarbrögð friðarinns".
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 13:17
Sæll kæri Wilhelm.
HÉR er góð og all ítarleg samantekt á þessu máli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2014 kl. 14:23
Takk fyrir athugasemdirnar, Valdimar og Predikari.
Wilhelm Emilsson, 15.9.2014 kl. 01:16
Frumkirkjan var sértrúarsöfnuður manna sem aðhylltust samlífi, deildu öllum eigum sínum og borðuðu máltíðir sínar saman í risastórum hópum, eiginlega líkust samyrkjubúum eða jafnvel hippakommúnu, og í engu lík eða skyld miðaldakristni, páfagarði eða rannsóknarréttunum, sem varð til við sambræðsluna við Evrópskan Heiðindóm, þegar heiðna elítan var búin að skilja að hennar siðir myndu bíða ósigur fyrir þessum nýja átrúnaði, og hún fann sér þess vegna nýtt gerfi til að vernda sinn forna átrúnað, siði og valdastrúktúr, sem stóð ógn af kristni í sinni upprunalegu mynd. Þegar þeir sáu að þeir gátu ekki sigrað Kristindóminn, ákváðu þeir að þynna hann út í staðinn. Jesús var maður sem skipti sér ekkert að stjórnmálum og var mótfalllinn hernaði og kom ekki nálægt honum. Hann setti engin ný lög, heldur kom með einfaldan siðaboðskap til að dýpka og útskíra siðfræði eigin samféalgs. Muhammad var aftur á móti veraldlegur leiðtogi, sigursæll herforyngi, lagasemjari og dómari, sem meðal annars hvað upp ótal dauðadóma, stundum yfir hópum, stundum einstaklingum. Þessir tveir eiga lítið sameiginlegt og sá fyrri var nær persónum eins og Buddha. Islam er algengast í bókstafstrú og þá tilheyrir að trúa að persónur Biblíunnar hafi heitið ýmsum arabískum nöfnum sem engar sögulegar heimildir eru til að hafi nokkurn tíman verið notuð hjá gyðingum, en voru aftur á móti sum algeng á heimaslóðum Muhammads, og önnur auðveldari í framburði fyrir heimamenn þar og ýmislegt sem stenst ekki rökhugsun.
B. (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 05:15
Það er hluti af hinum pólítíska rétttrúnaði nútímans að tala um þróunarstig trúarbragðanna og er Islam þá líkt við Miðaldakristni. Í ljósi þess hve uppruni, saga, og hvað þá leiðtogar trúarbragðanna eru gjörólík á næstum allan hátt, þá er þetta heimskuleg hugsun sem leiðir menn bara út í ógöngur, rangtúlkanir og leit að fölskum lausnum þar sem engar er að finna. Til að bæta gráu ofan á svart, þá er það að hugsa svona, um austræna menn sem "vanþróaða" og vestræna sem "þróaðri", hvort sem er sem kynþætti eða menningarheima, bara leyfar af gamla Evrópska rasismanum og hinir "pólítískt rétttrúuðu" eru því í raun að játa á sig þess konar hugsun með þessum pælingum sínum sem við sjáum svo oft, og ætti að hafa verið úthýst hér einhvern tíman 1945. Hugsandi fólk getur ekki aðhyllst svona "nazism light" sem pólítískur rétttrúnaður er og það finnst engin lausn á deilum nútímans án heilbrigðrar skynsemi og hugsunar sem er ómenguð af neinum "rétttrúnaði" heldur er frjáls. Vilji til friðar veldur bara stríði ef honum fylgir engin skynsamleg hugsun, og þegar menn fara að ljúga og fegra veruleikann geta þeir ekki tekist á við hann. Það er heigulsháttur en ekki umburðarlyndi. Alvöru umburðarlyndi krefst hugrekkis.
B. (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 05:22
Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara, B. En takk fyrir að lita við.
Wilhelm Emilsson, 15.9.2014 kl. 06:14
Margir eru í afneitun með að trúarbrögðin hafa legið eins og krabbamein yfir mannkyni frá upphafi þeirra.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 09:36
Það er valdagræðgi mannsins, hégómi og vilji til að drepa sem er krabbamein mannkynsins. Ekki hindurvitni hans, hvort sem er trú á stokka eða steina, drauma eða ástina, sem er ekkert nema efnaskipti og ímyndun samkvæmt vísindunum, eða listina sem 99% mannkyns hlær bara að og dýrin myndu aldrei sóa kröftum sínum í. Það sem skilur manninn frá dýrunum er fyrst og fremst ímyndunaraflið, þar á eftir kemur rökhugsun hans. Hvorugt skaðar, heldur bara þegar annað hvort er notað til að ráðskast með líf og limi annarra og myrða þá. Stalín þóttist vera talsmaður skynseminnar, Hitler líka og vitnaði í náttúruna og lög hennar. Það var allt þvæla og guðlast við mannsandann, alveg eins og trú sem boðar valdasýki og kúgun á öðrum eða nokkur önnur sköpun ímyndunaraflsins sem boðar slíkt hið sama, hvað sem hún heitir, er guðlast gegn ímyndunarafli mannkynsins.
Yngvi (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 10:47
Í sinni vægu mynd sjáum við slíka kúgun sem Stalín beitti með skynsemina sem réttlætingu, annað af öflunum tveimur sem aðgreinir mann frá dýri, þegar Richard Dawkins lýsir því yfir að það sé siðlaust af börnum foreldra með Downs Syndrome að eyða ekki fóstrinu. Hver er hann að dæma um það, svo sem? Hver telur sig hafa rétt til að ráðskast með æxlun og barneignir annarra manna? Bara valdasjúklingur. Valdasýki er algengari en skortur á henni, fleiri þjást af þessari geðveiki en ekki, en yfirleitt bara í svipuðu magni og mæli og þessi annars ágæti maður, og láta orðin, ljót sem þau eru og guðlast gegn frelsi mannsins, duga. Væg mynd þess þegar ímyndun og fegurðarskyn mannsins sem býr til þrá hans fyrir tilgang er notuð til að tjá valdasýki og hneppa aðra í þrældóm er lélegt sjónvarpsefni þar sem sálfræðilegum bellibrögðum er beitt til að halda áhorfendanum við efnið og láta hann ánetjast því, en svoleiðis tækni er lykillinn að til dæmis vinsældum Kim Kardashian og kollega hennar. Það er samt stigsmunur á því eða bellibrögðum Vatikansins gegnum aldirnar.
Yngvi (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 10:52
Það er munur á því að fordæma trúarbrögð almennt, eða stundum alla vega, eða beita aðferðum sem eru orðin jafn mikið tabú og kynþáttahyggja í öllum fræðum, nema guðfræði auðvitað, og tala um "þróunarstig trúarbragða", sem er bara euphemism yfir að kalla einn hóp vanþróaðan og annan æðri og meiri, og auðsýna þannig gamla viðbjóðslega og fyrirlitlega hroka hvíta mannsins og vera engu betri en heimsins viðbjóðslegasti krossfari að innan, þó hegðunin á yfirborðinu sé eitthvað skárri. Það er í lagi að fordæma og gagnrýna trúarbrögð, en að skipa mönnum í bilka og bása eftir "þróun", er í besta falli þröngsýni samfara heimsku, og í versta falli rasismi í dulargerfi. Það er allt í fína að gagnrýna menn, en ekki á hrokafullum, rasískum forsendum. Ef ég vil gagnrýna einhvern glæpamann, þá segi ég bara að hann sé glæpamaður, en vitna ekki til vanþróunar hans nema ég vilji verða það sjálfur.
B. (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 10:57
Ég veit að greinarhöfundur hefur ekki auðsýnt neina hegðun af því tagi sem ég fordæmi. Ég vildi bara leggja þessi orð í belg, afþví í dag heyrir maður kynþáttanýð af tvennu tagi, annars vegar hatursáróður um múslima og jafnvel hótanir í þeirra garð þar sem lítið er gert úr mannréttindum þeirra og grafið undan grunngildum menningar okkar með slíkum rasisma. Svo er hin hliðina á því, sem er af nákvæmlega sama uppruna og eðli, og það er að aumka sér yfir þessa "vanþróuðu" múslima, eða svona meira þessi hefðbundni rasismi sem til dæmis breska heimsveldið og hið franska sýndu. Gott fólk fordæmir slíkt jafn mikið í dag og engir sagnfræðingar, mannfræðingar, sáfræðingar eða félagsfræðingar eða neinir alvöru mannvísindamenn viðurkenna lengur slíkt raus um "misþróuð" trúarbrögð. Einu sem leyfa sér að fara með slíkt röfl og rasisma eru illa menntaðir, illa greindir kynáttahatarar og illa innrættir, og auðvitað, óvandaðir, guðfræðingar lútersku kirkjunnar.
B. (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 11:25
Ég fordæmi hvorki heiðarlega guðfræðinga, sem enn eru til, þó ég harmi það að illa menntaðir, illa lesnir, illa greindir og illa innrættir fávitar skuli apa eftir þeim þvaðrið sem öll sönn mannvísindi hafa afskrifað sem kynþáttahatur fyrir löngu, og ég fordæmi enn síður það að kalla glæpamann glæpamann, gagnrýna aðra á jafningja grundvelli eða hafa eitthvað á móti þeim, hvort sem það er trúarskoðun, stjórnmálaskoðun eða hvaða skoðun sem er sem þú ert ekki sammála, hvort sem varðar innihald málstaðarins eða aðferðir til að ná framgangi málstaðarins. En yfirlætisfull, hatusfull "vorkunn" í garð vanþróaðra er bara fyrirlitlegur nazismi í sauðagæru sem blekkir eingöngu fávita, og kynþáttahatur, í hvaða mynd sem er, á aldrei að líða. Hroki hvíta mannsins hefur verið jafn mikið böl og hroki Islamskra valdasjúklinga sem láta stjórnast af valdabröllti, hégóma, hroka og yfirlætissýki. Öll trúarbrögð byggja á gömlum meið og eru einhvers konar blendingar, og allt tal um aldur eða þróun því mikil blekking og sýnir skort á hugsun. Samkvæmt sama skorti á rökhugsun ættu Hindúismi og Gyðingdómur, sem elstu lifandi trúarbrögð mannkynsins, að vera alfullkominn, en ný trúarbrögð eins og Quakerismi eða Bahai trúin að vera alill og "vanþróuð". Svona þvaður stenst engin rök og svona hugsa bara vanvitar. Þú berð ekki saman epli og appelsínur, trúarbrögð mannkyns eru mjög ólík, en þú ferð ekki að níða einn og hæða með að kalla hann "vanþróaðan" nema þú viljir skipa þér á bekk með nazistum.
B. (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 11:32
Takk fyrir að líta við, Doktor E, Yngvi, og B.
Wilhelm Emilsson, 16.9.2014 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.