Um Skota
18.9.2014 | 19:17
Það er svolítið spaugilegt að Skotar kjósa um sjálfstæði einmitt í dag, en 18. september er afmælisdagur Samuels Johnsons (1709-1784). Hann var skáld og að margra mati besti bókmenntagagnrýnandi Breta. Auk þess skrifaði hann fyrstu ensku orðabókina, sem var mikið þrekvirki. Aðdáendur þáttanna um Blackadder vita allt um það!
Johnson var líka þekktur fyrir að segja ýmislegt neyðarlegt um Skota. Sá sem skrifaði fyrstu ævisögu hans, James Boswell, var Skoti og þegar þeir hittust fyrst komst Johnson að uppruna hans. Boswell sagði, Herra Johnson, ég kem vissulega frá Skotland, en ég get ekkert að því gert." Johnson svaraði: Já, herra minn, það er nokkuð sem mjög margir af samlöndum yðar geta ekki gert að."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.