Óli litli--ekki fyrir viđkvćma
22.9.2014 | 08:03
Ekkert vinnuframlag, engar bćtur," heyrir mađur sagt stundum. Af ţví ađ ég er svolítiđ íhald inn viđ beiniđ, ţá skil ég ţetta viđhorf, en ég veit líka ađ ţađ er umdeilanlegt.
Hugrenningatengsl eru stundum svolítiđ svakaleg. Ég man yfirleitt ekki brandara, en einhverra hluta vegna man ég ţennan:
Mamma er í eldhúsinu og er nýbúin ađ baka jólasmákökur. Óli litli spyr mömmu sína hvort hann megi fá kökur.
Já, já, náđu í ţćr sjálfur.
En, mamma, mig laaaangar svo í kökur!
Óli minn, náđu ţér bara í kökurnar.
Óli horfir á mömmu sína međ tárin í augunum og segir:
Já, en, mamma . . . ég hef engar hendur!
Mamma lítur á Óla litla og segir:
Óli minn, engar hendur, engar kökur.
Vilja skylda atvinnuleitendur til starfa | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Athyglisverđ saga. Ţótt ég sé sjálfur ađeins til hćgri viđ miđjuna, ţá hittir hún alveg naglann á höfuđiđ eins og ástandiđ á Íslandi er í dag.
Ég gizka á ađ atvinnuleysi á Íslandi sé um 10%, opinberar tölur eru engan veginn réttar. Hundruđ atvinnuleitenda geta ekki fundiđ atvinnu, ekki vegna ţess ađ ţeir eru vandlátir eđa latir, heldur vegna ţess ađ stćrsti hluti af lausum stöđum eru ekki auglýstar og fást eingöngu gegnum rétt sambönd. Stór hluti atvinnulausra getur ekki fundiđ vinnu, ţví ađ ţađ er ekkert laust innan ţeirra sviđa ţar sem ţeir hafa fćrni. Ţađ ţýđir ekkert fyrir trésmiđ ađ sćkja um vinnu sem logsuđumađur, hvađ ţá fyrir fólk sem hefur enga iđnmenntun. Ef einhver vill endurmennta sig í annarri grein/öđru sviđi ţar sem er atvinnu ađ fá, ţá eru allar dyr lokađar.
Hins vegar geta liđleskjur sem aldrei hafa haft raunverulega atvinnu, heldur alltaf unniđ fyrir hiđ opinbera, eins og megniđ af embćttismönnum, alltaf fundiđ eitthvađ (hjá opnberri stofnun). Ef ekki, ţá búa vinir hans innan ríkisins eđa sveitarfélagsins bara til stöđugildi fyrir hann. Svo voga ţessir ónytjungar ađ líta niđur á atvinnulaust fólk, sem átti engan ţátt í hruninu. Hruninu, sem alţingismenn frá 2000 - 2008 og vinir ţeirra innan elítunnar og hins opinbera áttu fulla sök á.
En ţađ er dćmigert fyrir hćgriflokkana í núverandi ríkisstjórn (og hćgriflokka yfirleitt) ađ kenna atvinnuleitendum alfariđ um atvinnuleysi sitt, í stađinn fyrir ađ sjá um uppbyggingu atvinnulífsins eins og ţeir lofuđu og hafa illilega svikiđ. Tvćr nýjar verksmiđjur er ekki nóg, ţađ ţarf mikiđ meira en ţađ til ađ leysa vandamáliđ.
Ríkisstjórnin er einfaldlega ekki ađ standa sig.
My 10 cents.
Pétur D. (IP-tala skráđ) 22.9.2014 kl. 11:03
Takk fyrir 10 sentin, Pétur!
Wilhelm Emilsson, 22.9.2014 kl. 20:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.