Þýðingarvilla

 

Þetta er átakanleg frásögn. Það sem er kannski sorglegast við hana er að í stað þess að fá samúð þarf stúlkan að upplifa skömm, því það er slúðrað um hana í flóttamannabúðunum.

Það þarf að laga þýðinguna. Í CNN greininni stendur: 

I gently ask Aria if she was also raped. She looks straight ahead, staring at the wall and shakes her head.

Í Mbl.is greininni stendur:

Aria er því næst spurð hvort henni hafi einnig við nauðgað. „Hún lítur beint áfram, starir á vegginn og kinkar kolli,“ segir í viðtali.

Þetta er augljóslega röng þýðing. „To shake one’s head” þýðir að hrista höfuðið, ekki að kinka kolli.  



mbl.is „Ég sé andlit þeirra, ég fæ martraðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hræðilega skrifuð grein, svo kemur setningin: "Ariu er vissu­lega létt, en lífið er þó síður en svo erfitt".

Hrikaleg þýðing blaðamanna Morgunblaðsins.

Hanna Björg Konráðsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 10:57

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Hanna Björg, og benda á þessa meinlegu villu.

Wilhelm Emilsson, 24.9.2014 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband