Káta ekkjan

Nei, sko. Kannski verður Sjálfstæðisflokkurinn Káta ekkjan. Það er kannski hægt að setja hina góðkunnu óperettu um kátu ekkjuna upp aftur með örlitlum breytingum. Fréttatilkynninging gæti hljómað einhvern veginn svona:

Káta, sjálfstæða ekkjan verður frumsýnd í Reykjavík árið 2015. Sögusvið óperettunnar er Reykjavík 2008. Káta ekkjan, Sjalla, sem er vellauðug, er komin til borgarinnar frá Vestmannaeyjum. Í Reykjavík hittir hún Friedman greifa sem er gamall kærasti og kveikja endurfundir þeirra kenndir í brjóstum beggja. Óperettan fjallar um viðskipta- og ástarbrall af ýmsu tagi og tilraunir til að forða Íslandi frá gjaldþroti með því að finna réttan eiginmann handa ekkjunni ríku. Sagan er sett fram á leiftrandi hátt með leikandi léttri can can-, valsa-, vínar- og hnakkatónlist.”

 

 


mbl.is Flokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Mér sýnist Elliði hafa áhuga á að setjast á þing og gerast ráðherra. Það er svosem ágætt því Bjarni blessaður er alveg vonlaus.

Annars er merkilegt að heyra Elliða tala um fjárlög kennd við frjálshyggju. Hann sýnir vel að hann skilur ekki það hugtak - frekar en margir aðrir stjórnmálamenn. Ef fjárlög væru í anda frjálshyggju væri skorið niður í ríkisrekstrinum um 20-25% á ári næstu 4-5 árin og reglum fækkað verulega ásamt því að einkavæða sem flest.

Það verður hins vegar ekki gert, hvort sem Elliði verður ráðherra eða ekki :-(

Helgi (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 04:39

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Helgi. Ég held að það sé mikið til í því hjá þér að Elliða langi á þing.

Wilhelm Emilsson, 29.9.2014 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband