Áfram strákar! :p
30.9.2014 | 00:02
Ég veit að þetta eru ægilegir fordómar, en ég fæ alltaf grænar þegar ég frétti um svona karlaráðstefnur. Ég segi nú bara eins og Don Corleone: What's a-matter with you? Act like a man!" Mig langar bara ekkert á rakarastofuráðstefnu, hvað sem það nú er, með Súrínam, off oll pleises. Og hvers konar jafnrétti er það að útiloka konur frá ráðstefnunni? Þetta er í besta falli hjákátlegt.
Annars er margt gott í ræðu Braga.
Að lokum, á rakarastofuráðstefnunni geta karlarnir sem mæta kannski endurunnið sönginn Áfram stelpur! Bara hugmynd. Hann myndi þá hljóma svona:
Í augsýn er nú frelsi
og fyrr það mátti vera.
Nú fylkja karlar liði
og frelsis merki bera.
Stundin er runnin upp!
Tökumst allir hönd í hönd
og höldum fast á málum.
Þó ýmsir vilji afturábak
en aðrir standi í stað.
Tökum við aldrei undir það!
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil!
Og seinna börnin segja:
Sko pabba, hann hreinsaði til.
Já, seinna börnin segja:
Þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil!
Áfram strákar, stöndum á fætur,
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára karlakúgunar.
Ef einstaklingurinn er virkur,
verður fjöldinn okkar styrkur
og við gerum ótal breytingar.
Atkvæði eigum við í hrönnum,
komum pólitíkinni í lag,
sköpum jafnrétti og bræðralag.
Áfram strákar, hér er hönd þín,
hnýtum saman vinarböndin,
verum ekki deigir dansinn í.
Byggjum nýjan heim með höndum,
hraustra karla í öllum löndum,
látum enga linku vera í því.
Börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
allir í fjöldasamstöðu.
Strákar, horfið ögn til baka
á allt sem hefur karla þjakað,
strákar horfið bálreiðir um öxl!
Ef baráttu að baki áttu,
berðu höfuðið hátt og láttu
efann hverfa, unnist hefur margt.
Þó er mörgu ekki svarað enn,
því ekki er jafnréttið mikið í raun!
Hvenær verða allir karlar taldir menn?
Með sömu störf og líka sömu laun!
Í augsýn er nú frelsið
og fyrr það mátti vera
nú fylkja karlar liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allir hönd í hönd
og höldum fast á málum
Þó ýmsir vilji afturábak
en aðrir standi í stað.
Tökum við aldrei undir það!
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil!
Og seinna börnin segja:
Sko pabba, hann hreinsaði til
Já, seinna börnin segja
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil!
Ísland heldur karlaráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að sjá að fólk les ekki fréttina heldur einungis titilinn. Einsog fram kemur þá er þetta til að hliðra og virða KVENNAráðstefnu sem haldin var 1995 og er tilgangur þessarar ráðstefnu að ræða jafnrétti kynjanna. Ekki að vera með kampavínsklúbb. En auðvitað finna íslendingar einhverju í þessu til að væla yfir. Ég bendi á:
En já ekkert mál, verið með skítkast án þess að lesa fréttina. "Ignorance is bliss"
Og er ekki gott að fá Súrinam sem er svo neðarlega í jafnréttismálum til að taka virkan þátt ?? Er þá ekki líklegra að það muni hafa einhver áhrif ?? je minn
Jón, 30.9.2014 kl. 04:11
Sæll, Jón, og takk fyrir að líta við.
Af hverju gefurðu þér það að ég hafi ekki lesið greinina? Ég gerði að sjálfsögðu. Mér fannst bara skjóta svolítið skökku við að ræða jafnrétti kynjanna en leyfa konum ekki að mæta.
Wilhelm Emilsson, 30.9.2014 kl. 04:42
Ef þú skoðar herferðina #HeForShe þá sérðu að tilgangur þessarar herferðar er að fá karlmenn inní umræðuna um jafnrétti kynjanna og að vinna gegn kynferðisofbeldi. Það fólk sem er að hrópa "skandall" yfir þessu er ekki búið að kynna sér málið til hlítar. Þessi ráðstefna sem að Gunnar boðar til er ekki bara til að halda einhvert gaurapartý.
Enda er það frekar augljóst að enginn með heila myndi mæta fyrir framan allsherjarþing SÞ og auglýsa "gaurapartý" í gríni. Þetta er fúlasta alvara og er að styðja við einmitt þennan málstað sem er að marka 20 ára afmæli kvennaráðstefnunnar í Beijing 1995.
Jón, 30.9.2014 kl. 17:54
Jón, takk fyrir innleggið.
Það er munur á því að „fá karlmenn inn í umræðuna um jafnrétti kynjanna og að vinna gegn kynferðisoflbeldi" og að halda ráðstefnu þar sem konur fá ekki einu sinni að mæta.
Maður þarf ekki að hafa gráðu í kynjafræði til að vita að femínismi snýst meðal annars um baráttu gegn því að konum sé ekki meinaður aðgangur að hinum og þessum „karla svæðum".
Ég efast ekki um að þeir sem standa að ráðstefnunni vilja vel, en miðað við svör þeirra við gagnrýni sem þegar hefur komið fram finnst mér að þeir hafi ekki hugsað málið til enda.
Sjá umfjöllun í Newsweek hér: http://www.newsweek.com/men-only-conference-domestic-violence-will-include-women-after-all-274378
Hér er dæmi úr greininni um það sem ég meina:
“The idea is to gather males from all walks of life, not only diplomats but athletes, politicians, artists, actors, to come to the United Nations, to discuss this issue in a serious manner in order to find solutions for violence against women from a male perspective,” said [Henry L.] Mac Donald [permanent representative of Suriname to the U.N.]
Still, Mac Donald admits he faced immediate criticism from his female colleagues when the idea was announced, but he insists that women will still be involved in the conference.
“It’s not that women aren’t involved, but we will focus on how to make men and boys part of the discussion. It’s not going to be only men; women will be participating,” he said.
It’s not clear yet how women will be involved in the conference, which is still in the early planning stages, said [Gunnar Bragi] Sveinsson.
Wilhelm Emilsson, 30.9.2014 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.