Hatur og hleypidómar

Hvar eru mörkin milli „hatursfullrar orðræðu” og málfrelsis? Og spyrja má hvort það sé „hatursfull orðræða,” eða að minnsta kosti fordómar, að segja að Framsóknarmenn sem voru ósammála moskubyggingu „hafi fært okkur að forgarði fasismans”. Um leið og menn beita hugtakinu „hatursfull orðræða” gegn pólitískum andstæðingum mega þeir eiga von á því að því sé beitt gegn þeim sjálfum. Í dag er þetta hugtak oft notað sem sleggja til að berja á þeim sem viðkomandi er ósammála. Það er sjálfsagt að gagnrýna Sveinbjörgu Birnu Gunnlaugsdóttur fyrir skoðanir sínar, en trúa menn því virkilega að hún sé að reyna að gera Ísland að fasistaríki?

Að lokum vil ég minna á það sem George Orwell, sem var sósjalisti og barðist í borgarastríðinu á Spáni gegn raunverulegum fasistum, sagði í hinn frægu ritgerð „Pólitík og ensk tunga”: „Mörg pólitísk orð eru einnig misnotuð. Orðið fasismi hefur núna enga merkingu fyrir utan það að þýða eitthvað sem er óæskilegt’ ”. Gjaldfelling á orðum eins og fasismi vinnur gegn gagnrýnni hugsun í stjórnmálalegri umræðu.

Sveinbjörg Birna Gunnlaugsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Hafa fært okkur að forgarði fasismans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Orwell var með þetta. Og eins og í 1984, þá hef ég tekið eftir að orðaforðinn er eitthvað að minnka.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2014 kl. 19:20

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Ásgrímur. Já, Orwell vissi hvað hann söng.

Wilhelm Emilsson, 11.10.2014 kl. 20:02

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef við förum að mismuna fólki eftir trúarskoðunum þá erum við komin að fordyri fasismans.

Sigurður M Grétarsson, 12.10.2014 kl. 18:14

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Sigurður.

Wilhelm Emilsson, 13.10.2014 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband