Staðreyndir

"Það sem þurf­um á að halda er meiri umræða um staðreynd­ir og þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau." Já, tölum endilega um staðreyndir. Hvernig skyldi standa á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er titlaður doktor í þessari grein í Morgunblaðinu?

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1170550/

 


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom ýmislegt skemmtilegt upp úr kornflakespökkum hér áður fyrr. En því er verr að rökhugsun og heiðarleiki voru ekki þar á meðal.

Vagn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að draga fram grein sem skrifuð er fyrir nærri átta árum er varla fallið til að bæta hatursumræðuna núna, Wilhelm.

Á þessum tíma var SDG í námi við Oxfordháskóla, eins og reyndar kemur fram í neðanmálsskrifum fréttamanns. Hvers vegna fréttamaður tekur sér það bessaleyfi að nefna nemanda í doktorsfræðum doktor, kemur aftur SDG lítið við, né þeirri hatursumræðu sem sýkt hefur þjóðina.

Því sé ég ekki nein tengsl við þessa frétt sem þú nefnir, aðra en þá að reyna að dreyfa enn frekari skít. En þá þarftu líka að finna eitthvað haldbetra, ef það er vilji þinn.

Gunnar Heiðarsson, 22.11.2014 kl. 12:39

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Vagn og Gunnar.

Gunnar, af hverju heldurðu að blaðamaður hafi kallað nemanda í doktorsprógrammi doktor? Hví ætti hann að gera það?

Hér er önnur grein „Offramboð af íbúðum" þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einnig titlaður doktor.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3998002

Wilhelm Emilsson, 23.11.2014 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband