Sögulegt afrek
3.12.2014 | 07:05
Þótt Bandaríkjamenn og Íranir vinni ekki saman, þá hefur Ríki íslams tekist að gefa þeim sameiginlegt markmið, að rústa sér. Það verður að teljast nokkuð mikið afrek.
Íran gerir loftárásir á Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Wilhelm.
Þannig hefur þetta verið í gegnum tíðina að
sameiginlegur málstaður hefur sameinað
ólík sjónarmið og flokka í gegn vá sem
fyrir dyrum stendur og ber að fagna því
fremur en hitt ef það leiðir til þess að
öfgasamtök Islam verði upprætt.
Með því að þú stillir þessu svo einkennilega upp
þá dettur mér nú í hug svona til að gleðja þig fyrir jólin
að spíritistakerling nokkur í Surrey á Englandi tók sér
það fyrir hendur á dögunum að spá fyrir um næstu 100 ár í sögu
Bandaríkjanna. (reyndar var Ísland þar líka ásamt og með
Rússneska sambandsríkinu að ógleymdu Stór-Þýzkalandi
semog önnur ríki reyndar líka ásamt einstökum viðburðum)
Taldi kerling þessi að mesta vá er steðjaði að Bandaríkjunum
væru hryðjuverkasamtök og ekkert annað yrði jafn afdrifaríkt
eða hefði jafn víðtækar afleiðingar en einmitt þessi ógn;
aðgerðir þessara hryðjuverkasamtaka og nýjar og áður óþekktar
leiðir þeirra til að ná takmarki sínu.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 15:06
Takk fyrir athugasemdina, Húsari. Já, sameiginlegir hagsmunir leiða oft til þess að óvinir mynda formleg eða óformleg bandalög. Það er gangur sögunnar. Ég var að benda á að ISIS er að grafa sína eigin gröf. Sér grefur gröf þótt grafi. Ég er að sjálfsögðu ekki að sýta það að ISIS verði upprætt.
Wilhelm Emilsson, 3.12.2014 kl. 22:01
Sæll Wilhelm.
Þakka þér fyrir svarið.
Vonandi fer svo að Ríki Islams/ISIS verði upprætt.
Það er bráðnauðsynlegt að þessi illyrmislega óværa
hverfi af sjónarsviðinu og gleðst ég yfir því að við
erum sammála um þetta atriði.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.