One for the money . . .
8.12.2014 | 22:50
Nú byrjar bardaginn við vogunarsjóðina. Vogun vinnur, vogun tapar. Hætta er á því að krónan fái á baukinn í þessum slag við sjóði sem forsætisráðherra kallar, kannski með réttu, hrægammasjóði. Við sjáum hvað setur.
Rætt um 25-40% útgönguskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fyrsta sem almenningur mun taka eftir er 25-40% hækkun á ferðamannagjaldeyri og gengi peningasendinga til námsmanna og annarra.
Annars er þægilegt að réttlæta sig þegar í ránsferð er lagt með því að sverta mótherjana. Þessir hræðilegu vogunarsjóðir, hrægammasjóðir, eru tryggingasjóðir innistæðueigenda, lífeyrissjóðir á hinum norðurlöndunum, smá fjárfestar eins og Heiðar okkar smásíli, bankar og tryggingafélög og hinir alræmdu vogunarsjóðir. Allt saman réttir og löglegir eigendur sem ekkert hafa á okkar hlut gert.
Skjóttur (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 01:04
Takk fyrir athugasemdina, Skjóttur.
Ef ég skil málið rétt þá hafa vogunarsjóðir keypt skuldir gömlu bankanna. (Hvort um allar skuldir eða hluta skulda veit ég ekki. Þú veist þetta kannski.) Vogunarsjóðir bjóða upp á meira ávöxtun, en því fylgir auðvitað meiri áhætta, en til dæmis bankar. Þeir sem fjárfesta í vogunarsjóðum vita því að hverju þeir ganga.
Wilhelm Emilsson, 9.12.2014 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.