Tjón

Það sem haft er eftir lækninum í þessari grein finnst mér valda málstað hans tjóni. Hér er eitt lítið dæmi: „Þetta erg­ir fólk og veld­ur því að tekn­ar eru ákv­arðanir sem valda okk­ur tjóni.“ Þetta lýsir ansi mikilli sjálfhverfni, að mínu mati. Hvað með tjónið--og hér erum við að tala um líf og dauða--sem aðgerðir lækna valda sjúklingum þeirra?


mbl.is Segir orð fjármálaráðherra hafa valdið tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Wilhelm

Ég er íslenskur læknir og starfa erlendis...

Gunnar og kollegar eru og hafa verið fyrirmyndir okkar yngri lækna í áratugi...

Íslenska læknastéttin hefur verið sundurleitasta stétt landsins í gegnum tíðina þar sem sjúkrahúslæknar, heimilislæknar, stofulæknar og almennir læknar (yngsti hópurinn í eða á leið í sérnám) hafa aldrei getað komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut...  í samningum hefur alltaf einhver orðið út undan og þá oftast almennir læknar , þetta kristalast í lágum grunnlaunum.  Að núna sé 98% samstaða um verkfall er hreint ótrúlegt og sjálfur hélt ég aldrei að ástandið yrði svo slæmt heima...

Gunnar og forystumenn lækna í þessari baráttu hafa það ekkert slæmt peningalega held ég, eru búnir að koma sér fyrir, greiða niður húsin sín og börnin flogin úr hreiðrinu (eimitt ansi oft til útlanda í sérnám í lækningum, þar sem það virðist oft vera genetískur "galli" að feta í fótspor foreldra sinna) 

Það sem drífur baráttu lækna núna er raunverulegur ótti/áhyggjur af framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins, þar sem menn eru að vakna upp við þann vonda draum að ekki er sótt um lausar stöður og yngri sérfræðingar treysta sér ekki heim í núverandi ástandi

Ansi margir eldri læknar eru að sjá börn og barnabörn daga uppi erlendis og eftir því sem tíminn líður eykst kynslóðabilið í læknastéttinni og nú er svo komið að jafnvel hörðustu "jálkarnir" heima treysta sér ekki til að draga "kerruna" lengra...

Nú er svo komið að 52% starfandi sérfræðinga á Íslandi eru að íhuga að segja upp og jafnvel flytja erlendis...   Á sama tíma get ég upplýst þig um að yfir 90% yngri sérfræðinga erlendis eru ekki á leið heim í þær aðstæður sem nú ríkja...  Hver og einn sem getur lagt saman 2+2 sér að þetta dæmi gengur ekki upp og framtíð heilbrigðiskerfisins er í húfi!

Hérna er engin sjálfhverfa í gangi hjá Gunnari og læknum heima... (en kannski hjá mér að vilja ekki koma heim með fjölskylduna í tvisvar sinnum meira álag, helmingi minni laun og geta ekki boðið sjúklingum mínum sömu meðferðarmöguleika og hérna úti!) 

Ábyrgð stjórnvalda seinustu 10-15 ár er að hafa ekki hlustað á viðvörunarorð lækna og því miður held ég að skaðinn sé skeður, þessu ástandi verður ekki snúið við nema með mikilli viðspyrnu á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins

Sjúklingar í dag eru svo heppnir að búa við sæmilegt heilbrigðiskerfi sem menn eins og afi minn heitinn og fyrri kynslóðir lögðu blóð, svita og tár í að byggja upp.  Ekki er víst að sjúklingar í framtíðinni bjóðist sömu gæði og möguleikar (og nú stefnir í á sumum sviðum séu ákveðnar lækningar/kunnátta að hverfa af landinu og við séum kominn 30 ár aftur í tímann). 

Það er eimitt það sem íslenskir læknar eru að reyna að fyrirbyggja með aðgerðum sínum!

Theodor Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 02:23

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir ítarlega athugasemd, Theodor. Það væri áhugavert að fá fleiri sjónarmið hér. 

Wilhelm Emilsson, 13.12.2014 kl. 04:57

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

„Það var einu sinni þannig að lækn­ar á Íslandi voru með sömu laun og stjórn­end­ur fyr­ir­tækja, en sá viðmiðun­ar­hóp­ur er horf­inn úr aug­sýn,“ seg­ir læknirinn í greininni.

Segir þetta okkur ekki svolítið? Snýst málið bara um að vernda heilbrigðiskerfið, Theodor? Ég held ekki. Þetta snýst auðvitað líka um kaup og kjör, sem er alls ekkert óeðlilegt.

Wilhelm Emilsson, 13.12.2014 kl. 05:06

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Dæmið er einfalt. Engir læknar = engin heilbrigðisþjónusta.

Haraldur Rafn Ingvason, 13.12.2014 kl. 15:10

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Haraldur. Heldurðu að allir læknar yfirgefi landið? Það er eitt að hóta því í kjarabaráttu, annað að framkvæma það.

Wilhelm Emilsson, 14.12.2014 kl. 00:00

6 identicon

Sæll Wilhelm.

Jaroslaw Hazek tekur fyrir í bók sinni um Góða dátann
er Svejk sór keisara sínum, Franz Jósef 1,
keisara af Austurríki og konungi Ungverjalands,
hollustu sína til að duga vel í að salla niður óvininum
og stakka honum upp við stræti, götur og slóða.

Þegar eiðurinn er skoðaður þá kemur í ljós að hluti texta
er úr óperu eftir Smetana, að Svejk sór ekki þennan eið
því hann var í tukthúsi langt fjarri þeim stað er eiðtaka fór
fram en fer með eiðinn utanbókar þá deilur koma upp milli
hans og Lúkasar, höfuðsmanns.

Skyldu menn sjá eiða almennt í ljósi Jaroslaws Hazeks?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 23:17

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Húsari, og þessa frábæru upprifjun á Góða dátanum. Ég man að ég beinlínis grét stundum úr hlátri þegar ég las samtöl hans og Lúkasar höfðuðsmanns. Ég þarf að ná mér í eintak af bókinni og lesa hana aftur.

Wilhelm Emilsson, 16.12.2014 kl. 01:53

8 identicon

Íslenskar fjölskyldur eru að liðast í sundur, æ fleiri senda nánum ættingjum bara jólakort og slíkt og enginn fullorðinn maður með fullan þroska hangir á skerinu bara út af menntaskólavinunum. Kjarnafjölskyldan er almennt nógu lítil til að taka hana upp og flytja búferlaflutningum og ekkert skrýtið að maður sem eygir von um 300%-500% hærri tekjur í löndum með hærri lífsgæði, eins og læknar geri það geri það þá. Þvert á móti er skrýtið að það geri það ekki fleiri, eða bara flestir læknar og er eina skýringin líklega einhvers konar átthagabönd af því tagi sem varla eru til lengur meðal annarra þjóða. Venjulegur Bandaríkjamaður flytur til dæmis oft vegalengdir sem mælast í heimsálfum, til dæmis frá Norðausturríkjunum til Suðvesturríkjanna, um æfina, og finnst það ekkert tiltökumál, merkilegt eða sérstök fórn, enda fjölskylda og gamlir vinir bara eitthvað upp  á punt fyrir Þakkargjörðardaginn og mögulega jólin. 

Pétur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 04:30

9 identicon

Svo má spyrja sig að fyrst þjóðir eins og Bandaríkjammenn sjá það sem eðlilegan hlut af lífinu að flytja frá Maine fylkinu til Flórída, eða vegalengd sem myndi enda einhvers staðar í Norður Afríku ef Íslendingur færi hana og hitta bara fjölskylduna við og við á þakkargjörðardaginn, afhverju Íslendingar fari varla lengra en til Noregs? Afhverju er nánast enginn íslenskur læknir að vinna í Calforníu og enginn á hátæknisjúkrahúsunum í Kína eða öðrum uppgangsríkjum framtíðarinnar með síríkari millistétt meðan Evrópa er á hraðri leið inn í mikla fátækt, þar sem hægt er að stunda rannsóknir á heimsmælikvarða. Ástæðan getur ekki verið nein önnur en frumstæð átthagabörn sem enginn myndi skilja nema kannski Indjánar á Verndarsvæðum sem neita að fara burt þó jarðýtur stórfyrirtækjanna láti sjá sitt eða frumskógarbúar sem hætta lífi sínu fyrir ættlandið þegar skógarhöggsmennirnir koma. 

Pétur (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 04:37

10 identicon

Sæll Wilhelm.

Þakka svarið.

Vona að þú hafir aðstöðu til að hlusta á söguna
í flutningi Gísla Halldórssonar en hann ásamt og með
þeim Guðbergi Bergssyni og Halldóri Laxness eru þeir
snjöllustu upplesarar, - fyrr og síðar.
(viðtöl þýzkra sjónvarpsstöðva við Halldór eru
óborganleg því hann notar þá aðferð að svara oftast
með orðunum ja, nein og genau og endurtekur síðan
það sem spyrill hafði sjálfur fullyrt eða sagt!
Viðtölin eru því oftast viðtal spyrils við sjálfan sig!
Spíritistakerlingar, Surrey, England, eða Angeles, USA,
hefðu ekki gert betur)

Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2014 kl. 12:02

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Pétur.

Takk fyrir athugasemdina, Húsari. Já, ég var svo heppinn að hlusta á Gísla Halldórsson lesa Góða dátann Svejk á sínum tíma. Ég er sammála þér um Guðberg Bergsson og Halldór Laxness. Takk fyrir söguna af þeim síðarnefnda. Ég sé hann alveg fyrir mér! 

Wilhelm Emilsson, 16.12.2014 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband