Sony og Norður-Kórea
28.12.2014 | 21:55
Hver veit hvað er satt eða logið varðandi þetta mál.
En ég er alla vega búinn að sjá myndina The Interview og hafði gaman af. Þess má geta að myndin var tekinn upp í Bresku Kólumbíu, Kanada. Tveir af þeim sem standa að myndinni, Seth Rogen og Evan Goldberg, eru frá Vancouver. Norður-Kóreubúar eru ólmir á að kaupa myndina og eru reiðubúnir að borga háar fúlgur fyrir ólögleg eintök af myndinni.
Í myndinni er vísanir í hið frábæra myndband af Norður-kóreönskum krökkum að spila á gítar. Norður-kóreanskir kommúnistar mega eiga það að þeir eru með öflug tónlistarprógrömm.
![]() |
Efast um ábyrgð N-Kóreu á Sony-árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.