Viðbrögð formanns Félags múslima á Íslandi

Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér viðbrögð Ibrahims Sverris Agnarssonar, formanns Félags múslima á Íslandi:

En, hver er afstaða Félags íslenskra múslima til satíru á borð við þá sem verið er að mótmæla með svo ofsafengnum hætti í París.

„Mín skoðun á því sem þú kallar „satíru“ er að ég leiði það hjá mér og styð tjáningarfrelsið skilyrðislaust. Annars finnst mér satíra ekki rétt hugtak yfir til dæmis teikningar JP [Jyllands Posten], þær eru hreinn hatursboðskapur. En það sama gildir um hann, allir vel menntaðir nútíma múslimar fordæma árásir vegna orða eða skopteikninga,“ segir Sverrir.

Heimild: http://www.visir.is/sverrir-ottast-ekki-umraedu-i-tengslum-vid-islam/article/2015150109304

 

Hann styður tjáningafrelsið „skilyrðislaust" en kallar satíru „hatursboðskap". Þetta er þverstæðukennt. Svo bætir hann við að allir „vel menntaðir nútíma" múslimar fordæmi árásir „vegna orða eða skopteikninga". En hvað með hálf menntaða eða illa menntaða eða ómenntaða múslima? Er hann að gefa í skyn að þeir geri það ekki? Er þetta íslamófóbía hjá formanninum?

 

 


mbl.is Einn hefur gefið sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3 stig Jihad:

The weakened stage
- Islamists feel powerless and too few in numbers to impact real change
- This time is used to influence the debate and affect the conversation about Islam
- Islamists use propaganda and politics

The preparation stage
- Muslims are gaining in number, influence and power
- Islamists have built relationships, infiltrated organizations, and begin making demands
- Islamists may use financing, propaganda and politics

The violent stage
- Islamists are empowered and “take over”
- By elections as they did in Lebanon, Gaza, Tunisia, Morocco, Egypt or by stealth means as they are doing in the “NO GO” zones of Muslim enclaves in Londanistan.
- By violent force


Sverrir er á stigi 1.
Múslimar í Frakklandi eru að færast frá stigi 2. og á stig 3.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 08:24

2 identicon

Þegar kristnir voru upp til hópa hálf menntaðir eða illa menntaðir eða ómenntaðir höfðum við rannsóknarréttinn, nornabrennur og krossferðir. Það hefur ætíð verið auðvelt að nota trúarhita fáfróða til illverka. Fjöldamorð kristinna á múslimum í gömlu jugoslavíu á síðasta áratug síðustu aldar og í mið afríku í dag sýna að kristni ein og sér kveður ekki niður skepnuna sem í okkur öllum býr. Við höfum okkar kristnu nýnasista og annan lýð. En þegar kristnir eiga í hlut þá er áherslan á pólitík frekar en trú viðkomandi eins og þegar um múslima er að ræða. Þannig þarf ekki nema örfáa geðsjúka öfgamenn til að við fordæmum trú 1600000000 manna.

Hannes (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 09:04

3 identicon

Takk fyrir ábendinguna Hilmar.

Hér er myndband (á ensku) sem fer yfir þetta.
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=ERou_Q5l9Gw

Iffi (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 09:13

4 identicon

Hannes, þurfum við ekki að hugsa um það sem gerist núna á okkar tímum? Það eru sumir sem vilja nánast réttlæta allar illar gjörðir og hryðjuverk með einhverju sem gerðist á tímum krossferða og á miðöldum. Það eru 200.000 liðsmenn í hryðjuverkasamtökunum ISIS og hryðjuverkasamtökin eru mörg. Al-Qaida og ISIS eru líklega grimmustu samtökin.

Margret S (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 10:17

5 identicon

Sæll Wilhelm.

Mér hefur oft fundist þegar fjallað er um Stalín, Adolf Hitler,
Kimana í N-Kóreu o.fl., að það gleymist að við sjálf
erum þetta myrkraverk. Er ekki rétt að slá staf við fót sér og
bjóða sjálfum sér góðan daginn og því góða og illa sem þar er
í nokkuð jöfnum skömmtum!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 11:25

6 identicon

Það á ekki að hafa viðtöl við múslima á vesturlöndum um þeirra trú og skoðun, en það á að fylgjast með þeirra gjörðum!

Það stendur í Kórninum, að múslimi má ljúga að vantrúuðum, til að vernda Islam og það gera þeir alltaf.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 14:49

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athuasemdirnar, Hilmar, Hannes, Iffi, Húsari og Valdimar.

Wilhelm Emilsson, 9.1.2015 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband