Allir sáttir?
8.1.2015 | 18:28
Allir skælbrosandi á myndinni, en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki viðstaddur. Hann er í útlöndum til 11. janúar. Ekki alveg víst að hann væri eins kátur ef hann væri þarna, því læknar sökuðu hann um óheilindi af því hann leyfði sér að tjá sig um deiluna við fjölmiðla:
Ég held að það væri bara best að læknar gerðu sjálfir grein fyrir því [á hverju strandaði í samningaviðræðum]. Það er kominn tími til þess að læknar geri grein fyrir því hvaða kröfur það eru sem ríkið vill ekki ganga að og er að valda því að þeir eru að fara í þetta umfangsmiklar verkkallsaðgerðir, lang best. Ég skal þá bjóða fram útreikninga ríkisins á því hversu mikill launakostnaður ríkisins muni hækka við það að ganga að þeim kröfum. Þannig að umræðan sé ekki í einhverri móðu.
Í yfirlýsingu sinnu sögðu læknar: því er þetta útspil hans einungis lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum". Eru allir sáttir núna? Ég er ekki viss um að Bjarni sé það og fyndist það ekkert skrýtið.
Heimild: http://www.dv.is/frettir/2014/12/30/laeknadeilan-hardnarlaeknars-saka-radherra-um-lualegt-utspil/
Samstaða um að efla heilbrigðiskerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.