Víti

Ef menn vilja halda áfram umræðum um víti, sem hafa verið í gangi á bloggi Jóns Vals, má gera það hér. 

Bosch

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Það var búið að loka á athugasemdir hjá Jóni Vali þegar ég sá spurningu þína til mín.

Augljósasta dæm,ið er auðvitað í sjöunda versi fyrsta kafla bréfs Júdasar þar sem segir :

„Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2015 kl. 18:06

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir innlitið, Predikari. Það er spennandi að velta þessu fyrir sér.

 

En þýðir þetta ekki að borgirnar, eða réttara sagt borgararnir, eru núna í víti, líðandi hegningu eilífs elds, þ.e.a.s. þeir brenna í helvíti endalaust? 

 

Enska þýðingin er svona:

 

„In a similar way, Sodom and Gomorrah and the surrounding towns gave themselves up to sexual immorality and perversion. They serve as an example of those who suffer the punishment of eternal fire."

 

En hvað um það. Ég hef áhuga á þessu. Er það þitt mat að, samkvæmt Bíblíunni, sé helvíti ekki til? Ég veit að þú værir ekki einn um það.

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 18:50

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Það er leitun að því að finna helvíti í Biblíunni og mönnum virðist ekki takast það þó nýr Landcruiser sé í boði sem sýnir þann stað í Ritningunni - ég er ekki hissa á því heldur því mér hefur ekki tekist að finna þann stað í Ritningunni heldur.

Þeir brenna ekki í helvíti endalaust - ekkert bendir til þess. Þeir eru ekki til lengur til eilífðar - eru að eilífu ekki til lengur. Kastaðu hálmi á eld - hann brennur upp og er að eilífu horfinn. Sama er með Sódómu og Gómorru - þær eru að eilífu horfnar sem „lifandi“ borgir þó rústir þeirra séu fundnar undir brennisteinslaginu.

Ekki gleyma því að Jesú lofaði sínu fólki eilífu lífi. Hinir verða ekki til lengur - rísa ekki upp úr gröfum sínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2015 kl. 20:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll aftur, Predikari:

En þú svaraðir ekki spurningunni, Predikari góður. Þú þarft ekkert að gera það, auðvitað, ef þú vilt það ekki. En spurninging er, Er það þitt mat að, samkvæmt Bíblíunni, sé helvíti ekki til?

Í umræðunni á vef Jóns Vals sagði ég, eins og þú kannski manst:

Lýsinging í Nýja testamenntinu, t.d. í Matteusarguðspjalli, er skýr. Jesús segir: „Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans" (25: 41).

Eldurinn er „eilífur". Þetta getur ekki verið skýrara. Jesús lofaði sumum eilífu lífi. Rétt er það. En aðrir fara í „eilífa eldinn".

Hver býður upp á þennan Lancruiser? Reyndar vantar mig ekki jeppa eins og er ;)

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 20:24

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég sagði það kannski ekki berum orðum, en svaraði því samt.

Jú Jesú talar um eldinn sem er fyrirbúinn Lúsifer og englum hans. Ég nefndi, eins og er einnig lýst í Riitningunni, kastaðu hálmi á eldinn - hvað verður um hann ? Hann brennur upp og er að eilífu horfinn - brennur upp í hinum eilífa eldi og verður að eilífu ekki til lengur. Líkingin er ansi skír.

Ég sagði einnig að ég hef ekki fundið helvíti í Biblíunni og trúi því ekki að það sé til þar með.

Haha - já það er þá bara að googla þetta þá finnur þú þann sem býður Landcruiserinn. Sömuleiðis var prestur hér innlendur sem bauð 10.000.000,- króna fyrir einhverjum áratug eða svo fyrir sömu staðfestingu. Þær milljónir hefur enginn krafið hann um eftir því sem mér skilst - enda væri það blaðamál þegar það gerist,

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2015 kl. 20:37

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir, Predikari.

Eldurinn er eilífur, samkvæmt Bíblíunni. Við erum sammmála um það. En ef ég skil þig rétt túlkarðu eldinn eilífa sem líkingu. Gott og vel. Ef Jesús getur ekki sannfært þig um að helvíti sé til (ég vitnaði í orð hans) þá getur ræfill eins og ég ekki gert það, svo ég fái lánað orðalag frá Vilhjálmi frá Skáholti.

Ég finn þetta ekki með Landcruiserinn. Það er ekkert fast í hendi ;)

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 20:50

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

http://www.churchleaders.com/daily-buzz/176268-pastor-promises-to-award-100-000-to-any-atheist-who-proves-god-doesn-t-exist.html

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2015 kl. 21:25

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Góður. 

Skynsamt fólk, þar á meðal skynsamt kristið fólk, veit að það er ekki hægt að sanna tilvist Guðs. Fólk getur trúað fyrir því og margir gera það. Þetta kallast „trúarstökkið", á ensku „leap of faith", eins og þú veist auðvitað.

Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf ekki að afsanna tilvist Guðs. Ef maður heldur því fram að eitthvað sé til þarf viðkomandi að færa fram sönnunargögn. Það er ekki bara hægt að halda einhverju fram og ætlast svo til þess að aðrir afsanni það.

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 22:15

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Ég veit - en ég fann ekki þann sem bauð jeppann - en þessi poppaði upp í staðinn ;)

Skárra að senda þennan í stað hins sem ég fann ekki eins og er ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.1.2015 kl. 22:41

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kærar þakkir. Og 100.000 dollarar duga fyrir ódýrari týpu af Land Cruiser, án sóllúgu ;)

Wilhelm Emilsson, 10.1.2015 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband