Tvöfaldur tapari býður sig fram
14.1.2015 | 01:29
Romney er nú þegar tú tæm lúser. Ein af frægari setningum hans úr kosningabaráttunni 2012 er: "Corporations are people, too, my friend." Hann er of ríkur, stirðbusalegur og hrokafullur til að geta feikað það að vera "maður fólksins", sem er nauðsynlegt til þess ná kjöri í Bandaríkjunum. Stundum er sagt að Bandaríkjamenn kjósi forseta sem þeir ímynda sér að þeir geti drukkið með bjór og spjallað við á bar.
Núna er spurningin hvort Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að kjósa konu, Hillary Clinton. Ég er ekki frá því.
P.S. Íslendingar eru greinilega öðruvísi en Bandaríkjamenn þegar kemur að forsetavali, hingað til að minnsta kosti. Geta menn ímyndað sér að fá sér bjór með Ólafi Ragnari Grímssyni, Vigdísi Finnbogadóttur eða Kristjáni Eldjárn? Nei, ekki ég heldur.
Romney ekki sagt sitt síðasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafðu í huga að forseti Bandaríkjanna er ekki skrautbrúða eða sameiningartákn heldur fyrst og fremst valdhafi og þá ertu kominn með annað dæmi?
Gætu flestir hugsað sér að fá sér bjór með Davíð Oddssyni?
Sigmundi Davíð?
Jóhönnu Sigurðardóttur?
Davíð og Sigmundur bera það með sér að geta drukkið bjór. Jóhanna var ekki beinlínis kosin af almenningi, heldur frekar otað fram af Össur, sem er annar maður sem flestir gætu hugsað sér að drekka bjór með.
Því miður held ég þessi "bjór factor" hafi líka áhrif á Íslandi og forseti Bandarikjanna er embætti svipað forsætisráðherra Íslands á meðan forsetinn er svona staðgengill kónga og drottninga. Getur einhver ímyndað sér Elísabetu Englandsdrottingu sitja á sumbli og reita af sér brandara? Einhvern annan en Svíakonung?
Þú getur séð hversu gömul og vitur þjóð er eftir því hversu lítinn bjórfaktor alvöru valdhafinn þarf að hafa.
Pétur (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 12:30
Takk fyrir áhugaverðar pælingar, Pétur.
Já, starf Bandaríkjaforseta er annars eðlis en starf forseta Íslands, þó að Ólafur Ragnar Grímsson hafi reyndar notað sér það hve stjórnarskráin er óljós um valdsvið forseta til að auka völd sín.
Wilhelm Emilsson, 14.1.2015 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.