Spurning

Hefur Ríki íslams (ISIS) heldur ekkert með íslam að gera? Gaman væri að fá álit imamsins á því. Ég hef heyrt jafnvel kristið fólk halda þessu fram, því margt trúað fólk vill alls ekki viðurkenna að voðaverk séu fram í nafni trúarbragða. Það vill bara velja bestu molana úr trúarritum sínum. Aukinn hópur kristinna manna trúir ekki lengur á helvíti, til dæmis, en heldur áfram að trúa á himnaríki.

Það mega bókstafstrúarmenn eiga að þeir gleypa við öllu ruglinu, líka því sem er erfitt fyrir þá, en velja ekki bara úr það sem er hentugt og þægilegt að trúa á.

Trúarbrögð


mbl.is Hafa ekki næga þekkingu á trúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að Alþingi íslendinga hafni öllu sem minnir á á múslima-menningu á íslenskri fósturjörð án þess að beita ofbeldi:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-1513510

Jón Þórhallsson, 19.1.2015 kl. 08:14

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þá yrðu Íslendingar að hætta að drekka kaffi, Jón. Ég er hræddur um að það væri svolítið erfitt að fá það samþykkt.

Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 08:23

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er allt í lagi að eiga í vöruviðskiptum við erlendar þjóðir en ættum að hafna öllu sem tengist moskum, islam & kóran hér á landi.

Þó að okkur stafi ekki bein hætta af þessum hóp sem er hér á landi í dag að þá er  múslima-menningin skref aftur á bak í allri þróun/eins og lítið krabbamein á samfélaginu sem gæti vaxið til ills sé því leyft að grassera óáreytt.

Jón Þórhallsson, 19.1.2015 kl. 08:54

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég átti við að kaffidrykkja byrjar í múslimamenningu, Jón. Ef þú vilt hafna öllu sem minnir á múslimamenningu verður þú að hætta að drekka kaffi. Viltu banna öll trúarbrögð, eða bara íslam?

Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 09:36

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kaffi skaðar engan en sjálfur myndi ég vilja hafna islam sem trúarbrögðum; (fréttatímar sjónvasrpsins nægja alveg) en allt í lagi að kenna æskunni um BOÐORÐIN  10 í sunnudagaskólanum.

Jón Þórhallsson, 19.1.2015 kl. 11:01

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú ert semsagt á móti trúfrelsi, sem er hluti af grunnmannréttindum. 

Wilhelm Emilsson, 19.1.2015 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband