Skothríð í eyðimörkinni

Kanadískir sérsveitarmennKanadísku sérsveitarmennirnir gerðu aðeins meira en að skiptast á skotum við vígamenn ISIS. Það var skotið á þá með sprengjuvörpum og vélbyssum. Þeir svöruðu fyrir sig með leyniskyttuskothríð og gerðu staðinn sem skotið var frá óvirkan, eins og forsvarsmaður kanadísku sérsveitanna orðaði það.

ISIS menn standa sig betur gegn vopnlausum samkynhneigðum mönnum, sem þeir kasta fram af byggingum, og konum sem þeir grýta í hel fyrir meint framhjáhald.

Heimild: http://www.cbc.ca/news/politics/isis-fight-canadian-special-forces-returned-fire-in-last-week-1.2917777


mbl.is Skiptust á skotum við íslamista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta eru aumingjar. Auðvelt að skjóta niður og myrða saklaust fólk, en það verður verra þegar þeir fá þjálfaða hermenn á móti sér! þá versnar nú í því, enda skjóta þeir jú á móti. Kandískir sniperar eru svo eh þeir bestu ofan á annað, og hafa ekkert fyrir því að skjóta  menn niður á 1500 metra færi og jafnvel vel yfir það. Verður sennilega lítið úr þessu Allah gauli hjá þeim þegar þeir mæta svona gaurum eins og þeim kanadísku ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 20.1.2015 kl. 12:49

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Ólafur. Live by the gun, die by the gun, svo maður uppfærí Matteusarguðspjall aðeins. Og það bíða engar 72 hreinar meyjar eftir þessum gæjum, því það er ekkert himnaríki. Kannski er þetta bara darwinismi í aksjón. Sumir eru of heimskir til að lifa af.

Wilhelm Emilsson, 20.1.2015 kl. 22:03

3 identicon

Hvað fór eiginlega úrskeiðis í " Operation Iraqi Freedom "?

 

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 20:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Leibbi.

Wilhelm Emilsson, 21.1.2015 kl. 20:39

5 identicon

Þakka þakkir, Wilhelm. þótt svo að spurning mín flokkist ekki undir athugasemd.

Með ósk um að Kanada slíti stjórnmála/viðskipta sambandi við Saudi-Arabíu, þar sem viðurlög við samkynhneigð er í versta falli dauðadómur. ( sá "seki/a" grýtt/ur til dauða eða varpað fram af háum kletti ) sem gildir einnig fyrir konur sem eru dæmdar "sekar" fyrir meint framhjáhald.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 22:53

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég hélt að þetta hefði verið athugasemd í líki kaldhæðinnar retórískrar spurningar :) 

En ef þetta var spurning til mín, þá þyrfti ég að kynna mér málið betur til að geta svarað af einhverju viti. Ef þú hefur álit á þessu væri gaman að heyra það.

Kanada hefur slitið stjórnmálasambandi við Íran veit ég. Einhvern veginn efast ég um að Kanada slíti stjórnmálasambandi við Sádí-Arabíu, þó móralskt séð væri hægt að færa góð rök fyrir því að það ætti að gera. En stjórnmál eru heimur hrossakaupa, eins og við vitu, þannig að mórölsk sjónarmið ráða ekki alltaf ferðinni, þó menn láti stundum svo þegar það hentar þeim.

Wilhelm Emilsson, 21.1.2015 kl. 23:11

7 identicon

Kaldhæðnin felst í nafngift aðgerðarinnar og var spurning mín beint í átt að brúks til íhugunar.

Spurning, hvort ekki var betur heima setið en af stað farið, í stríð sem samrýmdist ekki alþjóðalögum eða varð  það löglegra með samansafn af lista " viljugra þjóða "?

Stríð sem hefur gefið fordæmi til þjóða að meta ógnir og úrræði burtséð frá alþjóðalögum?

En þú ert með þetta Wilhelm.

Heimur stjórnmála er oft og tíðum ósiðrænn heimur siðlítilla samninga.

Kannski getum við leitað þar að samhengi orsaka og afleiðinga sem við búum við í dag?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 11:19

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Leibbi. Og stjórnmál endurspegla eðli mannsins. Við höfum greind en við erum líka árásargjörn dýr og stærstu ágreiningsmálin eru ennþá oft, sem betur fer ekki alltaf, eins og Bismarck sagði á sínum tíma, útkljáð með blóði og járni en ekki meirihlutaályktunum og ræðuhöldum. 

Wilhelm Emilsson, 23.1.2015 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband