Varoufakis

Hvað er fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, að fara? Haldið áfram að lána okkur peninga og afskrifið stóran hluta af því sem við skuldum ykkur eða við gerumst nasistar? 

Í frétt BBC um fund Varoufakis og Wolfgangs Schäuble kemur fram að Varoufakis kvartar yfir því að lánin, sem Grikkjum voru veitt til að redda þeim á sínum tíma, hafi verið of há. Það er greinilega erfitt að gera Grikkjum til hæfis.

Í frétt BBC kemur einnig fram að Varoufakis er að tala um uppgang nýnasistaflokksins Gullnar dögunar. Þess má geta að Gullin dögun fékk 6.3% fylgi í síðustu þingkosningum. Mest hefur fylgi flokksins verið 7%, en það var í þingkosningunum 2012. 

UPPFÆRT: Ég hef endurskrifað færsluna, því ég ruglaði saman Varoufakis og Diam­antopou­los. Takk fyrir, Leibbi, að hjálpa mér að fatta þetta :) 

Heimild: http://www.bbc.com/news/world-europe-31147112


mbl.is Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, en fréttin er þannig uppsett og bæði tekin og slitin úr samhengi.

Varoufakis ( ekki Diamantopoulos ) er einfaldlega að vara við uppgangi Gullnar Dögunar, sem hvergi er minnst á í þessari frétt.

En Gullin Dögun hefur haft útþennslu Grikklands á sinni stefnuskrá síðan 1994.

Dulbúin hótun?

Nei, hagfræðingurinn Varoufakis er að vara við, að ef ríkisstjórn Tsipras mistekst þá munu vonbrigðir kjósendur vafalaust flykkja sér um Gullna Dögun í næstu kosningum.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 05:04

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir þetta, Leibbi. Ég ruglaði þarna saman Diamantopoulos og Varoufakis. Ég endurskrifa færsluna!

Wilhelm Emilsson, 6.2.2015 kl. 06:39

3 identicon

Lítið að þakka, kemur fyrir alla að mislesa.

Þessi glórulausa framkvæmd sem myntsamstarfið var, ætlar allt um koll að keyra í Evrópu og voru þó virtir hagfræðingar sem vöruðu við slíku samstarfi og það sem verra var að yfirstjórn EU í Brussel hafði fulla vitneskju um að bankar á borð við Goldman Sacks, Morgan Stanley og Deutsche Bank hjálpuðu Grikklandi að falsa ríkisbókhaldið á sínum tíma, en létu það átölulaust fram fara.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 6.2.2015 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband