Að leita Guðs
17.2.2015 | 20:13
Jóna Hrönn Bolladóttir vitnar í 12 spora kerfið:
Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um það eitt að vita vilja hans og hafa mátt til að framkvæma hann.
Jón Gnarr leitaði Guðs en fann hann ekki. Er málið nokkuð flóknara en það?
Þeir sem hætta alveg að drekka eða dópa, þurfa annað deyfilyf til að díla við veruleikann. Það er erfitt að vera alltaf edrú. Sumir telja sig finna Guð og ef það hjálpar þeim, þá er það hið besta mál. En sumir finna einfaldlega ekki Guð, sama hvernig þeir leita eða skilgreina hann. Þetta er auðvitað veikleiki í 12 spora kerfinu.
Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hneykslar" mig að prestar fari á límingum vegna ummæla Gnarrsins.
Eftir að hafa lesið biblíuna, þá furðar mig að íslensk prestastétt sem önnur erlend hafi ekki verið afmáð af jörðu með vilja Guðs.
Jú, Hávamál henta betur.
11.
Byrði betri
ber-at maður brautu að
en sé manvit mikið.
Vegnest verra
vegur-a hann velli að
en sé ofdrykkja öls.
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 22:56
Hávamál standa alltaf fyrir sínu!
Wilhelm Emilsson, 22.2.2015 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.