Týpískur tvíburi?
25.2.2015 | 18:53
Stjörnumerki þingmannsins er Tvíburi. Samkvæmt Gunnlaugi Guðmundssyni, stjörnufræðingi, þarf Tvíburinn
fjölbreytni til að viðhalda lífsorku sinni. Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiðist vanabinding og hann verður þreyttur ef hann þarf að fást of lengi við sama verkið. Fjölbreytni og hreyfing eru honum nauðsynleg til að viðhalda orku. Hann þarf að skipta reglulega um umhverfi, enda er ein uppáhaldssetning hans: "Ég þarf aðeins að skreppa."
Spurning hvort ekki sé kominn tími til þess að þingmaðurinn skipti um starfsumhverfi.
Stjörnuspeki hjálpi læknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.