Að þiggja eða ekki þiggja

Það er greinilega ansi mikill munur á skoðunum núverandi og fyrrverandi formanns Félags múslima á Íslandi. Ibrahim Sverrir Agnarsson segir: „Ég kannast ekki við að félagið hafi tekið þá afstöðu að þiggja ekki gjöf frá Sádi Arabíu ef henni fylgja ekki takmarkandi skilyrði."

Það stefnir allt í spennandi félagsfund. Þetta er spennandi mál og tengsl forseta Íslands gera það enn meira spennandi. Salmanni finnst greinilega óbragð að sjeikum Sádi-Arabíu, svo maður vitni í gamlan brandara ritstjóra Morgunblaðsins, en Ibrahim Sverrir kann betur að meta bragðið.

 

 


mbl.is Þiggja ekki gjafir „fasistaríkis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður það ekki útrásarvíkingurinn Allah sem ræður þessu á endanum? Það er bara spurning hver mun fara með hans umboð á fundinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2015 kl. 06:26

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er aldrei að vita, Axel Jóhann :) Hér er ræða sem verður kannski flutt á félagsfundinum:

Verkefni Félags múslima á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef félagið verður óstarfhætt að einhverju marki. Til þess hefur félagið margvísleg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslamska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur.

Allah blessi Ísland!

Wilhelm Emilsson, 6.3.2015 kl. 07:45

3 identicon

Já Wilhelm talar beint út. það er reyndar farið að verða algengt þegar kemur að múslimum að þeir  geri það. það er tali bara um morð og kvennhatur ofl ofl eins og ekkert sé.

"Verkefni Félags múslima á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef félagið verður óstarfhætt að einhverju marki. Til þess hefur félagið margvísleg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annarstaðar"

Já svona fór fyrir okkur með því að bjóða þetta miðalda fólk velkomið hingað. það eru ekki mörg ár í að þessir skeggapar verði farnir að pota sér inn á þing hérna til að reyna að fá sahíra lög tekin upp í þessu landi.. Nú eða bara byrjaðir að drepa okkur eins og þeir gera við fólk í evrópu..

ólafur (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 23:27

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Ólafur. Til útskýringar vil ég benda á að í athugasemdn minni #2, er ég að leika mér með lokin á "Guð blessi Ísland" ræðunni frægu. 

Wilhelm Emilsson, 7.3.2015 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband