Stalín er ekki hér
6.3.2015 | 23:00
Í greininni stendur:
Arfleifð hans er umdeild í Rússlandi, þar sem margir sagnfræðingar kenna honum sérstaklega um að hafa orðið valdur að andláti milljóna manna. Margir Rússar telja hins vegar að Stalín hafi verið þjóðhetja.
Stalín drap milljónir manna. Það er staðreynd. Þetta er ekki skoðun. Þannig virkaði kenning hans um sósíalisma í einu landi." Af óskiljanlegum ástæðun fékk Alþýðufylkingin þetta slagorð Stalíns lánað og talar um sósíalisma í einu sveitarfélagi". Mér finnst krúttlegt að hafa kommúnistaflokk á Íslandi, en ég legg til að flokkurinn skipti um slagorð. Bara hugmynd.
Minntust Stalíns á ártíð hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í frétt mbl.is er sagt að Stalín hafi "...orðið valdur að andláti milljóna manna." Alveg er ótrúlegt hve fólk er orðið illa talandi og skrifandi. Þarna á auðvitað að standa "orðið valdur að dauða..." en ekki andláti.
corvus corax, 7.3.2015 kl. 12:52
Takk fyrir innlitið, Corvus Corax. Já, mér fannst "orðið valdur að andláti" hljóma skringilega, en summir blaðamenn taka svona til orða. Ég hef séð þetta bæði í Morgunblaðinu og í Vísi.
Wilhelm Emilsson, 7.3.2015 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.