Um nöfn

Í mannanafnanefnd er maður sem heitir Helgi Áss Grétarsson og einn varamaður heitir Flóvenz að eftirnafni. Myndu þessi nöfn vera samþykkt í dag? Veit sá sem ekki spyr. 

Eitt sinn flutti maður, sem var fæddur í Svíþjóð, til Íslands. Þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari þurfti hann að skiptu um nafn. Honum þurfti þetta svolítið súrt, því nöfn eru nátengd sjálfsmynd manna. Allt í einu þurfti hann að heita eitthvað annað. Hann spurði hvort hann mætti heita Kristján Eldjárn. Það var bannað. En það er íslenskt nafn! sagði hann. Það skipti ekki máli. Hann mátti ekki heita Kristján Eldjárn. 


mbl.is Telur frumvarpið ekki vera til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta hefur væntanlega verið fyrir tíma Flóvenzar og Áss. En ég er nú ekki frá því að reglur nefndarinnar góðu séu einungis formlegar, snúi að beygingum oþh. Þannig að maður gæti alveg heitið Strætisvagn Járnbrautarlestarson ef út í það væri farið.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2015 kl. 23:46

2 identicon

mannanafnanefnd hefur bjargað Svíanum frá því að verða fyrir stríðni. Er það ekki það sem þessi blessaða nefnd hefur að markmiði?

Í úrskurði nefndarinnar hefur án ef verið stutt greinargerð um "...þann skaða sem Svíinn ætti í vændum ef hann blablabla...

...þannig að mælt er með að umsækjandi verði skírður Eldar Logi Eldjárn."

jon (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 08:34

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Þorsteinn og jon. Mig grunar að Mannanefnanefnd myndi fetta fingur út í nafnið Strætisvagn :) En hvað veit ég. Maður má heita Vagn og Vindar.

Wilhelm Emilsson, 8.3.2015 kl. 19:04

4 identicon

Wilhelm minn, ég held bara að þú áttir þig ekki á því
að lög og reglur eru ætlaðar skrílnum.

Betri helmingi þjóðfélagsins hefur aldrei dottið í hug
að taka slíkt alvarlega.

Einu lögin sem hefur þurft að breyta þessum betri borgurum í óhag
eru lög er snúa að akstri undir áhrifum.

Refsing/sektir við þessum brotum voru blátt áfram lygilega lágar
enda var þyngd refsinga talin snúa fyrst og fremst að
betri helmingi þjóðfélagsins, embættismönnum sérílagi.

En akstur undir áhrifum er dauðans alvara og er það að nokkru
innleitt með hærri viðurlögum en áður var.

Hætti mér ekki á þann hála ís að skýra út þau frávik sem þú nefnir
en grunar að eldri lög er varðar ættarnöfn geti átt við sem og
eignarfallsendingar undir sérstökum kringumstæðum.

Hallast að því að þörf sé á nefnd þessari sem eins konar viðnámi
við þróun sem gæti að bandarískri fyrirmynd átt sér stað á næsta
árhundraði. Annars hefur byltingin þegar etið börnin sín og
ekki á vísan að róa með þetta og gæti hæglega snúist uppí andhverfu
sína og nokkrar léttar og nettar nafnveitingar verði gerðar útrækar
úr íslensku máli.

Veruleg breyting var gerð varðandi íslenska ríkisborgararétt um 1953
og Erlendi Hanssyni gert að nefnast svo þó áður hefði hann horfið
inní mannhafið undir heitinu John Smith!
Útlendingar skyldu taka upp íslensk nöfn svo rétt sé með þetta farið.

Öllu skemmtilegri iðja en þessi getur verið að taka saman grafletur
eða grafskriftir (áletranir á legstein) en þar kennir margra grasaeinsog t.d.: Þú varst bestur gæðinga!

Varpar þó nokkrum skugga á að æ fleiri eiga ekki fyrir útför sinni
hvað þá legsteini.

Undrunarefni að vera að henda 3-500 þúsund í líkkistur þegar einfaldast
væri að menn gætu leigt sér kistur með fallhlerum.

Erfisdrykkjur (erfiðisdrykkja!) fullkominn óþarfi enda geta menn
etið heima hjá sér!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.3.2015 kl. 14:57

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Húsari :)

Wilhelm Emilsson, 10.3.2015 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband